fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Kristjón pælir í „undarlegri“ gátu sem hann fékk senda í brúnu umslagi – „Hver eru skilaboðin?“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 20:30

Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrr­verandi rit­stjóri DV, Hring­brautar og Fréttablaðsins, birti Facebook-færslu í dag þar sem hann veltir fyrir sér bréfsendingu sem kom á ritstjórnarskrifstofu DV í ágúst 2017. Færsla Kristjóns ber yfirskriftina „UNDARLEG 3 ÁRA ÓLEYST GÁTA“

„Það var nokkuð undarlegt bréfið sem barst inn á ritstjórnarskrifstofu DV þann 10. ágúst 2017. Á þeim árum sem ég starfaði sem ritstjóri barst nokkur fjöldi af furðulegum en skemmtilegum sendingum.“

Í brúnu umslagi segist Kristjón hafa fengið 59 útprentaðar myndir af leikaranum Pierce Brosnan, Pokémon-persónunum Ash og Pikachu og svo Donald Trump. Hann segir að enn þann dag í dag viti hann ekki hver hafi sent myndirnar, og þá spyr hann hver skilaboðin hafi verið.

„Þessi gáta er óleyst nú þremur árum síðar en ekki er vitað hver sendandinn var. Við sem störfuðum á ritstjórn DV á þessum tíma náðum að mig minnir aldrei að átta okkur á þessari:

„Í brúnu umslagi voru:

31 útprent í afar góðum gæðum af leikaranum Pierce Brosnan

19 útprent Ash og Pikachu

Og síðan voru 9 stykki af Donald Trump.

Hver eru skilaboðin?“

Þessi gáta Kristjóns virðist nokkuð snúin og erfitt er að finna tengingar á milli myndanna. Donald Trump var vissulega forseti árið 2017 og tölvuleikurinn Pokémon Go naut mikilla vinsælda um sama tíma. Þó virðist Pierce Brosnan ekki hafa verið að gera neitt sérstakt á þessum tímapunkti. Þá er hægt að benda á að bæði 19 og 31 eru prímtölur, en það er 9 því miður ekki.

https://www.facebook.com/kristjonk/posts/10222562234221698

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu