fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 19:00

Happy-hour er vinsæl stund á mörgum börum borgarinnar Samsett mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar veðrið er tekið að leika við landsmenn og möguleiki er á að umgangast vini og vínanda í öðru formi en sem sótthreinispritt, er um að gera að viðra sig. En hvert er best að halda og hvar leynast bestu tilboðin og drykkirnir? DV hafði samband við vel valið fólk, með vel stillta bragðlauka, og tók púlsinn á bestu börunum.

DANSKA KRÁIN

„Danska kráin býður upp á alvöru „bodega“ stemningu eins og í Kaupmannahöfn, þar sem ólíklega þykkur þverskurður samfélagsins kemur saman.” Á kránni er hægt að sitja úti, en þar er einnig að finna ýmis spil og oft lifandi tónlist.

Staðsetning:  Ingólfsstræti 3
Tilboð:  Milli kl. 16 og 19 er 2 fyrir 1 af öllu á krana og léttvíni, ásamt freyðivíni og vel völdum snöfsum á spottprís

 

VEÐUR 

„Veður er með hættulega góðan „cocktail-hour“ milli 19 og 21,” sagði einn álitsgjafinn. Veður er staðsettur beint á móti Kaldabar og hefja ófáir flipparar kvöldið á kokteil þar, áður en haldið er í harðari partístemningu hinum megin við götuna.

Staðsetning: Klapparstígur 33
Tilboð:  Milli 14 -19:35 á bjór og víni frá 700-900 kr. Freyðivín 1.000 kr. Kokteilar frá 19-21 á 1.800 kr. Freyðivínsfimmtudagur allan daginn, glas 1.000, flaska 5.000, kampavín 10.000 kr.

 

APÓTEKIÐ

„Ég hef verið að fara á Apótekið,  þar er Eiríkur bauks í miklu uppáhaldi. En það er svona „post corona“, því það lokaði allt nema þeir. Fyrir kóróna, þá var það aðallega Kaffibarinn – því það er svo góður staupasteinn eftir vinnu og áður en haldið er heim í djöfulgang – og svo hefur Forréttabarinn verið einn af uppáhalds, en hann er lokaður, svo tekur Marina við kl. 22, sem er mjög hentugt.”

Annar viðmælandi tók í sama streng og lofaði Apótekið. „Apótekið hefur klárlega vinningin þegar kemur að „happy-hour“. Þar eru langbestu kokteilarnir og „whiskey sour“ hjá þeim snillingum er tjúllaður. Það er algjör snilld að droppa inn með vinahóp og fá sér smá að borða, eins og trufflufranskar eða mini-vöfflubita með bleikju, á meðan þú sötrar uppáhaldskokteilinn þinn í fallegu umhverfi á besta stað í miðbænum.”

Staðsetning: Austurstræti 16
Tilboð: Allir kokteilar eru á 1.590 kr. milli kl. 16-18

 

NORDICA

„Á Hótel Hilton Nordica er að finna skemmtilegan hótelbar með góðum tilboðum. Nordica er ekki í alfaraleið, en það setur smá útlandastemningu í daginn að drekka góðan drykk á hótelbar.“ Á Nordica er líka að finna spa, svo það er tilvalið að kíkja í af slöppun eða ræktina og vinna sér inn gott karma fyrir kroppinn áður en kíkt er í drykk.

Staðsetning: Suðurlandsbraut 2
Tilboð: Milli kl. 17.00 og 19.00 alla daga. 50% afsláttur af bjór, sterku víni og völdum kokteilum.

 

ROK

„Það toppar ekkert kampavíns-„happy hour“ á Roki. Veröndin er algjör pottur og hægt að dást að Hallgrímskirkju um leið og maður skolar niður hágæða kampavíni, á verði sem sést ekki annars staðar.” Á Roki má gjarnan sjá þekktar og vel tengdar konur úr atvinnulífinu gera sér glaðan dag, en staðurinn er í meðal annars í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur framleiðanda og sambýliskonu Magnúsar Scheving.

Staðsetning: Frakkastígur 26a
Tilboð: Milli kl. 16 og 19, Moet kampavínsflaska með lakkrís og melónum á 7.900 kr. eða glas á 1.990.

 

VÍNBARINN PORT 9

„Auðvitað svalirnar á Port 9. Góð vín í miklu úrvali og besti vertinn tekur fallega á móti manni.” Hér er átt við veitingamanninn Gunnar Pál Rúnarsson, betur þekktan sem gourmet-grallarann Gunna Palla, en hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir ljúffengar veitingar, sem hann kokkar upp á mettíma í minnsta eldhúsi landsins. Svalirnar sem álitsgjafinn talar um eru leynisvalir og þarf að biðja starfsmann vínbarsins um leiðbeiningar til að finna þær.

Staðsetning: Veghúsastígur 9
Tilboð: Milli kl. 16 og 19 alla daga. Húsvín 1.100 kr. glasið, bjór 800 kr., freyðivín 1.250 kr. og kampavínsglas á 1.950 kr.

 

KAFFIBRENNSLAN

„Kaffibrennslan er með leynilega góðan og ódýran „happy“. Sérstaklega fínt ef það er sól.” Kaffibrennslan skartar líka tryllt góðri, grillaðri samloku með osti og sinnepi sem passar ákaflega vel með bjór, vilji fólk tríta sig aðeins og útbúa mjúka lendingu fyrir veigarnar.

Staðsetning: Laugavegur 21
Tilboð: Milli 16 og 20 alla daga, Gull á 600 kr., Bríó og Classic á 700 kr. og léttvín hússins 750 kr. glasið.

 

THE COOCOO’S NEST  OG LÚNA FLÓRENS

„Coocoo’s og smáréttur klikkar aldrei og mjög kósý andrúmsloft. Hægt að sitja úti eða inni, eða á Blómabarnum Lúnu, sem er systurstaður The Coocoo’s Nest.” Staðurinn er einkar vinsæll meðal listamanna og sjást Rassi Prump og helstu rapparar landsins gjarnan á staðnum. Listasýningar eru opnaðar á staðnum á tveggja vikna fresti og hægt er að kaupa sér blóm með kokteilnum, svo ekki sé minnst á matinn góða eða græna ofurdjúsinn sem hægt er að fá með skoti af áfengi, sé fólk í stuði. Staðurinn býður einnig upp á ítalskan „happy-hour“ eða „aperitivo“, sem þýðir að borgað er fullt verð fyrir drykkinn, en girnilegur smáréttur fylgir með.

Staðsetning: Grandagarður 23
Tilboð: Afsláttur af öllum drykkjum, eða borgað fullt verð fyrir drykkinn og smáréttur að hætti kokksins fylgir með

 

RÖNTGEN

„Gott úrval af skemmtilegum náttúruvínum á fallegum stað. Þeir vanda sig við að hafa blóm í vösum og kerti á borðum. Snemmkvöldssólin laumast inn um gluggana.” Röntgen hefur getið sér gott orð meðal listamanna, sem áður dvöldu löngum stundum á Snaps og Kaffibarnum. Stemningin er afslöppuð og alls kyns skemmtilegir viðburðir í boði sem hægt er að fylgjast með á Facebooksíðu staðarins.

Staðsetning: Hverfisgata 12
Tilboð: Alla daga til kl. 20. Víking gylltur og Víking Rökkr: 800 Einstök White Ale og Pale ale: 900 Hanastél vikunnar: 1.800 Glas af víni húsins (hvítt, rautt, rósa-  eða freyðivín): 900 Allar vínflöskur: 15% afsláttur Flaska af víni húsins og snakkplatti: 4.500 kr.

 

JUNGLE COCTAIL BAR

„Staðurinn er mjög vel staðsettur og umkringdur góðum veitingahúsum og því tilvalið að kíkja í drykk fyrir mat á Jungle. Á Jungle eru verðlaunabarþjónar og yfirleitt gott pláss.” Þar er hægt að kaupa kokteila í flöskuvís, en þá hristir barþjónninn kokteil og hellir í flösku sem borðið getur svo deilt saman. Eða ekki!

Staðsetning: Austurstræti 9
Tilboð: Milli kl. 17 og 20 eru kokteilar af seðli  á 1.500 kr., bjór á krana 800 kr, vín í glösum 1.000 kr. og kampavínsglas á 1.800 kr.

 

 

Álitsgjafar

Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi
Sigríður Thorlacious, söngkona
Steingerður Sonja Þórisdóttir, blaðakona
Linda Björk Ingimarsdóttir, matarbloggari
Kristín Ýr Gunnarsdóttir, almannatengill
Sverri Bollason, verkfræðingur og matgæðingur
Hrönn Sveinsdóttir, bíóstjóri
Íris Björk Tanya Jónsdóttir, hönnuður
Kristín Soffía Jónsdóttir, listakokkur og borgarfulltrúi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“