fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Pírati opnar pólitískan sportbar

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júlí 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur lengi blundað í mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata og einn af eigendum kaffihússins Forsetans sem opnar á Laugavegi 51 í dag, föstudag.  Eins og nafnið gefur til kynna munu núverandi og fyrrverandi forsetar prýða veggina.

 „Þetta er svona lítið fjölskyldufyrirtæki, ég og pabbi erum í þessu saman,“ segir Ásta Guðrún í samtali við DV en segist hafa stokkið á tækifærið þegar húsnæðið á Laugavegi bauðst til leigu fyrir nokkrum vikum. Í kjölfarið var ráðist á framkvæmdir á mettíma, með dyggri aðstoð vina og vandamanna. Ásta segir þó lítið hafa verið lagt í innréttingar og kostnaðurinn við framkvæmdirnar í algjöru lágmarki. Hún  grínast með að staðurinn eigi að vera nokkurs konar pólitískur sportbar. „Svona staður þar sem fólk getur rætt málefni líðandi stundar, horft á kosningavökur og spjallað um pólitík.“

 

Staðurinn mun eingöngu vera með drykki til að byrja með og lagt er upp með að bjóða upp á íslenska framleiðslu: kaffið kemur frá Kaffibrugghúsinu á Granda og ölið kemur frá Dokkunni brugghúsi á Vestfjörðum. „Við erum sjálf lítið fyrirtæki og viljum styðja við íslenska nýsköpun,“ segir Ásta en Forsetinn mun opna dyrnar kl 17 í dag. „Að því gefnu að bjór og kaffidælurnar komist í gang!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið