fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fókus

Þetta finnst Viktoríu Hermanns gaman að gera með krökkunum

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 26. júlí 2020 14:00

Viktoría og yngsta barnið, Hólmfríður Rósa, á góðri stundu. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoría Hermannsdóttir sjónvarpstjarna býr í Vesturbænum ásamt tilvonandi eiginmanni sínum Sólmundi Hólm og börnum þeirra fjórum.

Hún deilir hér sínum uppáhalds barnvænu stöðum sem tilvalið er að skottast á í sumarfríinu.

1 Fjöruferð á Eyrarbakka

Ég var mikið á Eyrarbakka sem barn og í fjörunni er gaman að lenda í alls konar ævintýrum og kaupa sér svo ís eftir fjöruferðina.

2 Rólóferð

Ég eyði sirka 90% af tíma mínum með eins árs dóttur minni á róló. Þeir eru misgóðir en rólóinn í Verkóportinu hér í Vesturbænum er í uppáhaldi hjá okkur. Þar hittir maður líka oft skemmtilegt fólk og lendir á spjalli.

3 Bókasöfn

Við förum oft á bókasafnið og finnum okkur bækur sem við reyndar reynum að lesa á staðnum eftir að ég fékk 17 þúsund króna sekt þegar mér tókst að týna öllum bókunum eftir eina bókasafnsferðina.

4 Lautarferð

Það þarf ekki að fara langt til að skella sér í skemmtilega lautarferð – bara græja gott nesti og skella sér eitthvað út í náttúruna.

5 Kaffihús

Það er alltaf gaman að fara yfir lífið og tilveruna yfir góðum kaffibolla og kakói og svo má taka góðan göngutúr í miðbænum á eftir og skoða gömlu húsin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fyrir 1 viku

Dóttir mín er alltaf í iPadnum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn