fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

Þess vegna áttu aldrei að skipta á rúminu á morgnana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 10:00

Hversu oft þværð þú sængurfatnaðinn? Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hve oft á maður að skipta um rúmföt? Flestir hafa eflaust spurt sig þessarar spurningar einhvern tíma – og svarið er kannski ekki alveg augljóst.

Rúmið er einn mikilvægasti staðurinn í húsinu. Við eyðum stórum hluta lífs okkar í rúminu, þar fáum við þá hvíld sem líkaminn þarf á að halda. Hve mikla hvíld við þurfum fer eftir aldri og því hvað við höfum hreyft okkur mikið, enginn getur þó lifað af án svefns í langan tíma. Þess vegna er afar mikilvægt að vel fari um líkamann í rúminu.

Rúmfötin

Eitt af því sem fólk veltir oft fyrir sér, er hve oft á að skipta um rúmföt. Það getur reyndar verið misjafnt og farið eftir aðstæðum.

Ef maður er veikur, eða með ung börn sem sofa upp í, ætti að að skipta oftar. Það sama gildir ef maður sefur nakinn eða fer sjaldan í bað.

Maurar

Þegar við sofum dettur af okkur mikið af bakteríum og dauðum frumum. Þetta laðar að sér rykmaura sem búa og fjölga sér í rúmfötunum. Úrgangur frá maurunum inniheldur ofnæmisvaldandi efni sem geta valdið kláða í nefi og augum.

Það sem máli skiptir

Samkvæmt astma og ofnæmissamtökum ætti maður að skipta um rúmföt fjórtánda hvern dag. Einnig er mikilvægt að hafa það í huga að maður ætti ekki að skipta á rúminu um leið og farið er á fætur.

Það þarf nefnilega að leika bæði loft og ljós um rúmfötin, mikilvægt er að lofta út í svefnherberginu, jafnvel þó kalt sé úti. Rúmið má gjarnan standa óumbúið allt fram á kvöld, kuldinn og ferska loftið drepur nefnilega maurana.

Einnig er mikilvægt að þvo rúmfötin við rétt hitastig, til þess að vera viss um að maurarnir drepist þarf að þvo rúmfötin við að minnsta kosti 60 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Að „passa“ saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 5 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 1 viku

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“