fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Þess vegna áttu aldrei að skipta á rúminu á morgnana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 10:00

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hve oft á maður að skipta um rúmföt? Flestir hafa eflaust spurt sig þessarar spurningar einhvern tíma – og svarið er kannski ekki alveg augljóst.

Rúmið er einn mikilvægasti staðurinn í húsinu. Við eyðum stórum hluta lífs okkar í rúminu, þar fáum við þá hvíld sem líkaminn þarf á að halda. Hve mikla hvíld við þurfum fer eftir aldri og því hvað við höfum hreyft okkur mikið, enginn getur þó lifað af án svefns í langan tíma. Þess vegna er afar mikilvægt að vel fari um líkamann í rúminu.

Rúmfötin

Eitt af því sem fólk veltir oft fyrir sér, er hve oft á að skipta um rúmföt. Það getur reyndar verið misjafnt og farið eftir aðstæðum.

Ef maður er veikur, eða með ung börn sem sofa upp í, ætti að að skipta oftar. Það sama gildir ef maður sefur nakinn eða fer sjaldan í bað.

Maurar

Þegar við sofum dettur af okkur mikið af bakteríum og dauðum frumum. Þetta laðar að sér rykmaura sem búa og fjölga sér í rúmfötunum. Úrgangur frá maurunum inniheldur ofnæmisvaldandi efni sem geta valdið kláða í nefi og augum.

Það sem máli skiptir

Samkvæmt astma og ofnæmissamtökum ætti maður að skipta um rúmföt fjórtánda hvern dag. Einnig er mikilvægt að hafa það í huga að maður ætti ekki að skipta á rúminu um leið og farið er á fætur.

Það þarf nefnilega að leika bæði loft og ljós um rúmfötin, mikilvægt er að lofta út í svefnherberginu, jafnvel þó kalt sé úti. Rúmið má gjarnan standa óumbúið allt fram á kvöld, kuldinn og ferska loftið drepur nefnilega maurana.

Einnig er mikilvægt að þvo rúmfötin við rétt hitastig, til þess að vera viss um að maurarnir drepist þarf að þvo rúmfötin við að minnsta kosti 60 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“