fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fókus

Sigraðist á krabba og hjálpar nú börnum

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 18. júlí 2020 14:00

Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Sveinsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í lok árs 2012. Í kjölfarið fór hún í brjóstnám og lyfjameðferð sem fór illa í hana. Meðferðarúrræðið „Treystu mér“ varð að veruleika eftir að Elísabet fór á hestbak eftir aðgerðina. Elísabet er í forsíðuviðtali hjá Fréttablaðinu í dag. Hún er hestakona, kennari og knattspyrnuþjálfari á Selfossi.

Laus við krabbann

Elísabet er laus við krabbann í dag. Þegar hún fór í fyrsta skipti á hestbak eftir aðgerðina fékk hún hugmyndina að því hvernig hún gæti nýtt bæði þekkingu sína og þá jákvæðu strauma sem hún fær frá hrossunum, til að hjálpa öðrum. „Ég á hunda, kött og hesta og það heldur manni gangandi á vissan hátt að þurfa að fara út með hundinn og sinna hrossunum. Það hefur bara í rauninni haldið í mér lífinu. Það er bara algjörlega þannig,“ segir Elísabet í samtalið við Fréttablaðið.

Meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í andlegum erfiðleikum

Elísabet er með meðferðarúrræði sem kallast „Treystu mér“. Er það hugsað fyrir börn sem eiga við andlega erfiðleika eða frávik. Byggir hún meðferðarúrræðið meðal annars á eigin reynslu og erlendum rannsóknum sem sýna fram á að umgengni við dýr opni á fleiri og aðra möguleika til að nálgast börn sem eiga í andlegum erfiðleikum.

Samneyti við hesta

Meðferðin felur í sér samneyti við hesta og umgengni við þá, þar sem Elísabet vinnur með eitt barn í einu og hrossið er umgengist á forsendum þess. Börnin umgangast hestinn og hundana bæði inni í hesthúsinu sem og úti í gerði. Allt samneyti barnsins við hestinn fer fram undir eftirliti og leiðsögn Elísabetar. Fyllsta öryggis er gætt og eru helstu öryggisatriði og búnaður fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Axel Freyr í Víking
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ekki skrímsli“

„Ég er ekki skrímsli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Binni Löve og Edda Falak stinga saman nefjum

Binni Löve og Edda Falak stinga saman nefjum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“