fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Vinir í 13 ár og aldrei verið betri

Unnur Regína
Sunnudaginn 12. júlí 2020 08:00

Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Örn Jóhannsson og Helgi Jean Claessen halda úti einum vinsælasta hlaðvarpsþætti á Íslandi, Hæ hæ. Þættirnir urðueins árs á dögunum og er búið að hala þeim niður um milljón sinnum.
Í þáttunum snerta þeir á öllu og er grínið aldrei langt undan. Þeir láta samt mikilvæg málefni ekki fram hjá sér fara og hefur andleg heilsa og vellíðan oft verið umræðuefni þáttanna. Liðir eins og „játningin“ og „klemman“ hafa verið geysivinsælir en þar fara þeir félagar yfir skemmtilegar játningar og klemmur, bæði úr eigin lífi og gesta sinna. Leikþátturinn er svo rúsínan í pylsuendanum en þar bregða þeir sér í gervi hinna ýmsu karaktera.

Hæhæ fyrsta alvöru verkefnið

Hjálmar og Helgi hafa verið vinir í um 13 ár. „Já, það var 2007, góðærisárið, það voru peningar sem leiddu okkur saman,“ segir Hjálmar og hlær. Aðspurðir af hverju þeir hafi ákveðið að búa til Hæ hæ svarar Helgi: „Hæ hæ varð til eftir áralangar tilraunir til að gera eitthvað saman. Við höfðum reyndar áður gert Youtube-myndbönd, sketsa og bók. En Hæ hæ var fyrsta alvöru verkefnið okkar saman.“ Og það hefur líka gengið svona ljómandi vel. En hverjir finnst Helga vera helstu kostir Hjálmars? Helgi hugsar sig lengi um áður en hann svarar. „Málið er að hann tekur lífinu ekki alvarlega. Hann er kærulaus, latur og sóði. Nei, bíddu, átti ég að telja upp kosti?“ Helgi segir Hjálmar ekki taka sjálfan sig of alvarlega. „Hann er einlægur og þú hittir aldrei á Hjálmar á vondum degi, hann er alltaf hress.“

Aðspurður hverjir ókostir Hjálmars séu er Helgi fljótur til svars: „Málið er að kostirnir og ókostirnir okkar eru af sama meiði. Það að taka sig ekki alvarlega getur líka verið ókostur. Það er oft óreiða í kringum hann en það er hún sem býr til húmorinn. Eins og þegar Hjálmar var að halda fyrirlestur á ráðstefnu. Þá lá allur húmorinn í því að ég var búinn að búa til rosalega fínar glærur sem Hjálmar notaði ekkert, hann gleymdi hvar hann hafði sett míkrófóninn og svo týndi hann glærupennanum. Óreiðan er svo fyndin, en svo getur hún líka verið erfið.“

Ekkert rosalega margir gallar við Helga

Hjálmar á ekki erfitt með að telja upp kosti Helga. „Ég verð að segja með Helga að hann er ofsalega flottur strákur. Það er mjög þægilegt við Helga að
hann er alltaf rólegur í öllum aðstæðum. Hann á rosalega stóran þátt í því hvað þátturinn okkar er vinsæll. Þegar Helgi var að skipuleggja þetta allt saman fór hann mjög náið í allt. Ég hef oft brennt mig á því að þegar Helgi er að skipuleggja finnist mér hann nú ekki þurfa að skipuleggja svona mikið. En svo kemur undantekningarlaust í ljós að þess þurfti og þess vegna ganga hlutirnir oftast svona vel. Helgi segir manni líka alltaf satt, hann er ekkert að fegra hlutina. En ókostir Helga eru að hann á mjög erfitt með að útskýra hluti á einfaldan hátt. Maður þarf oft að spyrja hvað hann sé að meina. Hann notar rosa oft einhver svona flott orð af því að hann er mikið menntaður. Hann er mjög menntaður og langar að segja frá því að hann sé menntaður. En annars eru ekkert rosalega margir gallar við hann.“

Mikilvægt að geta talað saman

„Það er skemmtilegast í heimi að geta unnið með vini sínum. Að geta fíflast allan daginn með einhverjum sem manni þykir skemmtilegur,“ segir Hjálmar. „Það er rosalega vandasamt að búa til gott samstarf. Styrkleikar allra verða að nýtast inn í þetta og einum má ekki líða eins og hann geri meira en hinn. Það er alveg kúnst að vinna saman, það getur alltaf komið eitthvað upp á, ágreiningur eða annað. En það skiptir samt eiginlega engu máli, svo framarlega sem maður geti rætt það. Ef þú getur talað upphátt og sagt hvað þér finnst og hvernig þér líður þá ganga hlutirnir vel,“ segir Helgi.
Þeir viðurkenna báðir að geta orðið pirraðir hvor á öðrum. „Ég verð reyndar alltaf pirraður út í þá sem ég vinn með. Svona létt pirraður, en það er bara eðlilegt,“ segir Hjálmar.

Helgi og Hjálmar eru með
skilaboð til hlustenda sinna: „Já, komið með peningana. Leggið inn á reikninginn okkar,“ segir Hjálmar og hlær. „Nei, án alls gríns þá er svo gaman að það hafi svona margir gaman af því að hlusta á okkur. Að annað fólk hafi sama húmor og við er svo frábært. Það eru svo rosalega margir sem tengja við þetta. Við erum að fá fullt af skemmtilegum skilaboðum og ummælum. Við vissum ekkert þegar við fórum af stað. Það voru 150 niðurhöl fyrsta daginn sem við gáfum út þáttinn. Og núna erum við komin í milljón. Við erum að tala um að það eru 100 klukkustundir af efni,“ segja Hæ hæ-bræður glaðir í bragði.

Þættina er hægt að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson. Podcast
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“