fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Sakamál: Konan sem hvarf á aðfangadag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júní 2020 20:00

Lífið brosti við ungu hjónunum Scott og Laci

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott og Laci Peterson voru glæsileg ung hjón. Þau giftust árið 1997, þegar Scott var 25 ára og Laci 22 ára. Lífið virtist brosa við þeim þegar Laci hvarf, 24. desember árið 2002, en síðast var vitað af henni úti að ganga með hund hjónanna. Þó er óvíst að sú gönguferð hafi nokkurn tíma verið farin.

Þau bjuggu í Modesto í Kaliforníu, rúmlega 200.000 manna borg, sem er umlukin ræktarlandi og akuryrkjubúum. Scott var sölumaður hjá áburðarsölufyrirtæki og Laci var kennari. Ungu hjónin virtust afar hamingjusöm og framtíðin brosti við þeim. Ekki minnkaði hamingjan árið 2002 er Laci komst að því að hún var ófrísk að sínu fyrsta barni. Það barn átti þó aldrei eftir að koma í heiminn

Á aðfangadag árið 2002 fór Laci út að ganga með hundinn sinn í almenningsgarði skammt frá heimili hjónanna. Scott var þá í veiðitúr. Hann hafði raunar fyrst ætlað í golf en hætt við og reri út á álbát sem hann átti frá smábátahöfninni í Berkely.

Þegar Scott kom til baka úr veiðitúrnum var Laci ekki heima en hundur hjónanna, af tegundinni Golden Retriever, var í garðinum. Nágranni hjónanna hafði séð hundinn einan í almenningsgarði í nágrenninu, þar sem Laci var vön að ganga með hann, og skilað dýrinu heim í garðinn fyrir utan hús hjónanna.

Hjónin áttu ekki farsíma en Scott spurðist fyrir um Laci hjá vinum og nágrönnum. Þegar nálgaðist kvöld og Laci hafði ekki skilað sér heim hringdi hann í móður og stjúpföður Laci og sagði þeim að hann hefði ekki séð Laci síðan um morguninn en hundurinn hefði verið einn í garðinum þegar hann kom heim.

Stjúpfaðir Laci hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um hvarf hennar. Umfangsmikil leit hófst að hinni horfnu móður, sem var komin átta mánuði á leið, og tóku um 900 manns þátt í leitinni fyrstu tvo dagana. Verðlaunafé var heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Laci fyndist.

Scott fór fremstur í flokki í leitinni að Laci, tjáði sig við fjölmiðla og skipulagði vöku þar sem fjöldi fólks kom saman. Hann grátbað hvern þann sem hefði upplýsingar um Laci að gefa sig fram

Hjákonan stígur fram

Ein af þeim mörgu sem horfðu á fréttaútsendingar í sjónvarpi þar sem fjallað var um hvarf Laci var Amber Frey, ung og glæsileg kona frá borginni Fresno, sem er ekki ýkja langt frá Modesto. Hún varð mjög undrandi er hún sá elskhuga sínum bregða fyrir á sjónvarpsskjánum og að sá hinn sami væri í örvæntingu að leita eiginkonu sinnar. Amber vissi nefnilega ekki betur en þessi huggulegi maður á sjónvarpsskjánum væri ekkjumaður.

Þau höfðu kynnst á söluráðstefnu tveimur árum fyrr og fellt hugi saman. Nú benti flest til þess að elskhugi hennar væri í raun að verða ekkjumaður en hann hafði svo sannarlega ekki verið það þegar þau kynntust. Hún taldi hann vera framtíðareiginmann sinn. Amber hafði samband við lögreglu sem áður var full grumsemda í garð Scotts. Hann hafði ekki virkað sannfærandi í yfirheyrslum þó að hann væri yfirvegaður og ekki taugaóstyrkur. Til dæmis gat hann ekki sagt hvaða fisktegund hann hefði ætlað að veiða í veiðiferðinni heldur svaraði „bara fisk“. Enn fremur hafði hann ekki komið með neinn afla að landi. Þá þótti sérkennilegt að Scott hafði sagt einhverjum vinum sínum að hann hefði verið í golfi eftir hina meintu veiðiferð. Einhverjar fleiri mótsagnir og hnökrar voru í framburði Scotts en þá var ekki síst tortryggilegt að hann neitaði að gangast undir lygamælispróf hjá lögreglunni.

Lögreglan hélt grunsemdum sínum í garð Scotts leyndum og gaf út á við yfirlýsingar um að verið væri að kortleggja kynferðisbrotamenn og aðra ofbeldismenn á svæðinu. Hvorkir vinir né ættingjar hjónanna höfðu lengi vel hugmynd um að Scott lægi undir grun.

Straumhvörf í málinu

Þann 13. apríl árið 2003, tæplega fimm mánuðum eftir hvarf Laci, fann par í gönguferð lík af fóstri við strendur San Francisco-flóans. Lögreglulið sem kom á vettvang fann illa farið lík konu þar skammt frá. Á líkið vantaði höfuðið og útlimi.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að líkið var af Laci Peterson. Frekari rannsóknir sýndu fram á að fóstrið hafði fallið úr hinum rotnaða líkama en ekki var hægt að kveða upp úr um hvort fóstrið hefði komið lifandi eða dáið út úr líkamanum.

Nokkrum dögum eftir hinn hræðilega líkfund var Scott Peterson handtekinn og ákærður fyrir morð. Lögreglan vann út frá þeirri kenningu að hann hefði kyrkt Laci, flutt hana í bíl sínum að smábátahöfninni í Berkely, róið með líkið út á flóann og varpað því útbyrðis.

Ekki var mikið um bein sönnunargögn til að styðja þessa kenningu en þó fannst hár af Laci í farangursrými bílsins.

Þá leiddi rannsókn á heimili hjónanna í ljós að gólf í íbúðinni virtust hafa verið þrifin og sótthreinsuð rétt eftir að húshjálp sem kom reglulega á heimilið hafði þrifið húsið.

Síðla árs 2004 var Scott fundinn sekur um eitt morð af fyrstu gráðu og eitt annarrar gráðu morð (fóstrið). Hann fékk dauðadóm.

Scott bíður enn aftöku á dauðadeildinni, 16 árum eftir dóminn. Hann stendur fast við sakleysi sitt og segir að lögregla hafi brugðist Laci með því að leita ekki að raunverulegum morðingja hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram : „Hvað er skemmtilegra en að djamma með öllum sem þú dýrkar?“

Vikan á Instagram : „Hvað er skemmtilegra en að djamma með öllum sem þú dýrkar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands

Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur lífsháski barna

Ótrúlegur lífsháski barna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjörnuparið setur „snubbuíbúð“ á sölu – Fallegt útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur

Stjörnuparið setur „snubbuíbúð“ á sölu – Fallegt útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Fær grófar morðhótanir

Fær grófar morðhótanir
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar