fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fókus

5 veitingastaðir sem Svala mælir með

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvinsdóttir tónlistarkona er um þessar mundir að klára EP-plötuna sína sem kemur út í sumar og er að undirbúa útgáfu og myndband fyrstu smáskífunnar af plötunni.

„Þetta er í fysta sinn sem ég gef út frumsamið efni á íslensku, en ég hef alltaf samið áður á ensku“

Hún deildi með DV fimm uppáhaldsveitingastöðunum sínum á Íslandi.

1 Austur-Indíafjelagið „

„Ég bara elska indverskan mat og þessi staður hefur alltaf verið í miklu uppháldi hjá mér. Ég hef borðað indverskan mat úti um allan heim og Austur-Indía nær alltaf að vera besti maturinn. En á eftir að ferðast til Indlands og borða þar, býst við að þar sé besti indverski maturinn, lol.“

2 Fabrikkan

„Ég verð að viðurkenna að mér finnst hamborgarar og franskar alltaf mega-gott. Stórir djúsí borgarar með frönskum og jarðarberjasjeik er alveg draumur. Ég er með minn eigin hamborgara á Fabrikkunni sem heitir Svalan og hann er sjúllað góður þó svo ég segi sjálf frá. Fíla líka hvað maður fær matinn fljótt og starfsfólkið er dásamlegt.“

3 Fjallkonan

„Mér finnst þessi staður æði, kósí og skemmtilegt vibe þarna og góður matur. Ég er mikil eftirréttakona og Fjallkonan er með svo girnilega og góða eftirétti. Elska að fara þarna með hópi af vinkonum og borða saman og hafa gaman saman.“

4 Sushi Social

„Einfaldlega besta sushi á Íslandi! Ét alltaf yfir mig þegar ég fer þarna.“

5 Tapas barinn

„Þessi staður hefur lengi verið í uppáhaldi, elska smárétti og finnst gaman að geta pantað alls konar mat saman, fisk og kjöt. Þessi staður er líka bara orðinn svo klassískur og mikill partur af matarmenningu á Íslandi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“