fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sara Oskarsson opnar málverkasýningu – Viðsjárverðir tímar fangaðir á striga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson opnar málverkasýninguna ‘Ratljós’ á milli klukkan 17:00 og 20:00 fimmtudaginn 7. maí, að Laugavegi 74 í Reykjavík

Þar verða til sýnis um 40 málverk sem Sara hefur verið að mála síðan að faraldurinn tók heiminn heljargreipum: „Ég hef verið að mála að meðaltali 10 til 14 tíma á dag, oftast 7 daga vikunnar. Svo sterkur hefur drifkrafturinn verið og þörfin fyrir það að túlka þessa viðsjárverðu tíma á striga. Enda er það eitt af hlutverkum listarinnar að spegla tíðarandann hverju sinni og sögulega hefur myndlistin gengt jafnveigamiklu hlutverki í þeim efnum og td. ritlistin,“ segir Sara.

Málverkin eru framsetning listakonunnar og túlkun hennar á heiminum og veröldinni, bæði innri sem og ytri á tímum heimsfaralds.

Athugið að gætt verður að öllum tilmælum yfirvalda um fólksfjölda, hreinlæti og fjarlægðir á milli manna.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Léttar veitingar verða í boði.

Sýningin stendur út maí.

Sjá nánar Facebook-viðburð sýningarinnar

Langur og áhugaverður ferill

Ferill Söru Oskarsson spannar 18 ár. Sara útskrifaðist með B.A. (Hons) gráðu með ágætiseinkunn frá einum virtasta listháskóla heims, Edinburgh College of Art í Skotlandi og hefur hún haldið fjölmargar einkasýningar.

Fjallað hefur m.a. verið um verk Söru í Telegraph í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.

Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars í Bretlandi, Írlandi, Frakklandi, Danmörku, Indlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Ástralíu. Verk eftir Söru var tilnefnt til Art Gemini Prize í Bretlandi árið 2013.

https://www.telegraph.co.uk/finance/personalfinance/investing/9565546/Investing-in-art-how-to-make-money-by-discovering-the-next-Monet.html?frame=2350273

http://listasafn.reykjanesbaer.is/sara-oskarsson

https://www.facebook.com/saraoskarssonart

Með þessari frétt gefur að líta nokkur sýnishorn af myndverkum Söru en vart þarf að taka fram að myndirnar njóta sín engan veginn í þessu formi og er því fólk hvatt til að fara á sýninguna og skoða verkin þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“