fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fókus

Plötuðu Carole Baskin í fyrsta viðtalið eftir Tiger King þættina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. maí 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-stjörnurnar og hrekkjalómarnir Josh Pieters og Archie Manners plötuðu Carole Baskin í fyrsta viðtalið sem hún hefur veitt eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King kom út á Netflix.

Tiger King hafa slegið í gegn um allan heim undanfarið. Þættirnir fjalla um  tígrisdýra kónginn Joe Exotic. Hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps er hann reyndi að fá  leigumorðingja til að myrða erkióvin sinn, Carole Baskin, en þar að auki var hann dæmdur fyrir dýraníð.

Carole Baskin rekur Big Cats Rescue og er einnig til umfjöllunar í þáttunum. Árið 1997 hvarf eiginmaður hennar og auðmaðurinn Don Lewis með dularfullum hætti, og aldrei spurðist til hans síðar. Þrálátur orðrómur, sem þættirnir taka fyrir, er á þá leið að Carole hafi orðið eiginmanni sínum að bana, en það hefur aldrei verið sannað.

Carole var mjög ósátt við Tiger King og taldi þættina ekki gefa rétta mynd af sér. Hún var sérstaklega ósátt við að vera bendluð við hvarf eiginmanns síns og hefur hingað til neitað að koma fram í viðtölum.

Þóttust vera Fallon

Archie Manners og Josh Pieters þóttust vera framleiðendur á vegum spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallons sem er með þættina The Tonight Show. Carole Baskin samþykkti að veita viðtalið með einu skilyrði, Fallon myndi ekki spyrja um Don Lewis eða Tiger King.

Eftir mikinn undirbúning var loksins komið að þessu. Þeir notuðu hljóðbrot úr gömlum þáttum svo það hljómaði eins og Jimmy Fallon væri hinum megin við skjáinn.

Það er hægt að sjá allt ferlið, frá byrjun til enda, í myndbandi á YouTube. Myndbandið hefur þegar fengið 1,4 milljón áhorf.

Horfðu á það hér að neðan.

Sjá einnig: Fengu „hötuðustu konu Bretlands“ til að taka á móti verðlaunum sem eru ekki til

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Í gær

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit