fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og áhugamaður um borgarlíf, virðist ekki parsáttur með mannlífið í Garðabæ, en þangað fór hann til dýralæknis í dag. Gísli hefur gjarnan verið séður sem einskonar talsmaður vesturbæjar Reykjavíkur og stundum rætt og grínast með að þar sé borgarlífið best.

Á Twitter-síðu sinni ræðir hann um að hafa ekki átt möguleika á því að kaupa sér kaffi og morgunmat í bænum og hann hafi endað á því að taka strætó aftur til Reykjavíkur.

Tíst Gísla vakti töluverða athygli og fékk hann þónokkrar ábendingar og uppástungur um staði sem hann gæti farið á, til að mynda á Jóa Fel, Mathús Garðabæjar, Ikea , Brauð & Co og á Hönnunarsafnið. Gísli gaf mismunandi ástæður fyrir því að hafa ekki farið á þá staði, sumir voru lokaðir og aðrir of langt í burtu frá honum.

Þá stakk fólk einnig upp á því að Gísli myndi fara í Hafnarfjörðin, til dæmis á kaffihúsið Pallett. Því svaraði hann með því að segja að þar væru líklega margir góðir kostir, þó að honum þætti að lélegar ákvarðanir hefðu verið teknar í borgarskipulagi þess bæjar.

Gísli sagðist þó treysta því að mannlíf Garðabæjar myndi lifna við seinna um daginn, en var ekki nægilega sáttur með það sem var í boði svona snemma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“