fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fókus

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. maí 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarblað DV kemur út á morgun, föstudaginn 22 maí og er að vanda sneisafullt af  áhugaverðu efni um málefni líðandi stundar og fólkið í landinu.

Forsíðuna prýðir Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtar- og lyflæknir sem flestir landsmenn þekkja sem Lækninn í eldhúsinu en hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og stýrt vinsælum matreiðsluþáttum í sjónvarpi. Ragnar Freyr tók að sér stöðu yfirlæknirs á COVID­göngu­deild Landspítalans með nánast engum fyrirvara og hefur farið fyrir COVID-19 teyminu undanfarna mánuði með miklum glæsibrag.

Ragnar Freyr ræddi við Tobbu Marínósdóttur um menntaskólaárin í MH, tæknina sem hann notaði til að koma sér í gegnum strembið læknanám og skoðanir sínar á íslensku heilbrigðiskerfi en hann er talsmaður sjálf­ stætt rekinnar heilbrigðis­þjónustu í bland við ríkis­ rekna.

„Þetta er líklega besta fjárfesting sem gerð er á Íslandi. Þjónustan mín á stof­ unni minni kostar fjórðung af því sem hún kostar í Sví­ þjóð og þriðjung af því sem hún kostar í Bretlandi. 350 læknar á sjálfstætt starfandi stofum sinna 500.000 þúsund læknisheimsóknum á ári – og kosta ekki nema 7 prósent af útgjöldum til heilbrigðismála. Sjálfstæðu stofurnar eru hag­kvæmur kostur og veita af­bragðsþjónustu.“

Hann ræðir um orrustuna síðustu mánuði; heil ný göngudeild var byggð á átta dögum ámeðan tölur yfir sýkta ruku upp.

„Þarna er heimsfaraldur og enginn veit í raun hvað á til bragðs að taka. Upplýsingarnar eru að verða til á hverjum degi og allir eru auðmjúkir fyrir því að við vitum ekki í raun hvað við eigum að gera, en við kunnum þessa stöðluðu læknisfræðilegu nálgun,“ segir Ragnar Freyr og bætir við á öðrum stað:

„Landspítalinn er stærsta stofnun Íslands með yfir 6.000 starfsmenn. Það eru gríðarlega mörg síló úti um allt. Það er mikil innri pólitík, en þarna hvarf hún. Það var allt sett til hliðar. Fólk var líka að halda í sér með að koma á bráðavaktina. Þetta er í raun ótrúlegt. Í þrjár vik- ur fékk fólk færri hjartaáföll. Við vorum einmitt að velta fyrir okkur hvar allir nýrna og gallsteinarnir væru. Hvar er allt þetta fólk?“

Ragnar ræðir einnig hugsanleg eftirköst faraldursins og hvernig framtíðin blasi við honum. Og að sjálfsögðu ræðir hann ástína og fjölskyldulífið en hann er kvæntur æskuástinni og stofnaði fjölskyldu ungur að árum.

Ragnar segir að vinnusemi hafi alltaf fylgt sér og honum verði mikið úr verki, en hann sé ekki á leið í kulnun því jafnvægið sé til staðar. „Ég kann alveg að slaka á. Held matarboð og fer til útlanda. Ég fer í skvass tvisvar, þrisvar í viku og vakna útsofinn. Það er málið.

Eitthvað fyrir alla

DV greindi frá því á dögunum að Guðmundur Jónsson, betur þekktur sem Guðmundur í Byrginu hefði í tvígang verið  valinn hæfasti umsækjandinn til að sjá um rekstur tjaldsvæðisins að Borg.  Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps hefur enn ekki viljað svarað því hvað Guðmundur hafði fram yfir aðra umsækjendur. DV hefur komist yfir nöfn þeirra umsækjanda sem einnig sóttu um stöðuna en var hafnað.

Titringur er í undirheimunum hér á landi, aðgengi að efnum hefur breyst vegna Covid-19 faraldursins og meðal annars hefur verð á kókaíni. Hækkað. Á síðasta ári fjölgaði mjög innlögnum vegna kókaínfíknar og met var slegið í innflutningi á efninu. DV ræddi við einstaklinga sem þekkja inn á fíkniefnaheiminn hér á landi og eru sumir uggandi yfir ástandinu. „Það er meiri harka núna á meðal fíkla, þar sem þeir eru að ræna og svíkja hver annan fyrir það sem er til.“

Eftirspurn eftir, og sala á, sumarbústöðum hefur aukist töluvert á síðustu vikum vegna Covid-19 faraldursins. Þýðir það að verðið muni rjúka upp? Trausti Salvar Kristjánsson tók stöðuna á markaðnum og ræddi við fasteignasala.

Linda Björk Ólafsdóttir var ung og nýútskrifuð úr Lögregluskóla ríkisins þegar hún bjargaði meðvitundalausum manni úr brennandi húsi. Maðurinn á henni líf sitt að þakka í dag. Hún ræðir við DV um þennan eftirminnilega dag, og lögreglustarfið sem er henni afar kært.

Linda hafði hlotið góða þjálfun í Lögregluskólanum, en þar hafði hún æft reykköfun og notkun reykköfunarbúnaðar hjá slökkviliðinu. Slökkvilið var á leiðinni frá Keflavík en Linda gat ekki hugsað sér að bíða, enda mikilvægt að ná manninum út sem fyrst. Linda fann ekki fyrir ótta er hún fór inn í íbúðina, hún bara fór inn, staðráðin í að ná manninum út.

Fórstu á Húnaver´89 eða skemmtir þér á Atlavík´84? Ófáar útihátíðir hafa verið haldnar hér á landi undanfarna áratugi og þó svo að sumar þeirra heyri sögunni til  þá lifa þær enn góðu lífi í þjóðarsálinni. Í Tímavélinni þessa vikuna rifjum við upp nokkrar af eftirminnilegustu útihátíðunum.

Krist­ján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu kallar eftir meiri umfjöllun um kvennaknattspyrnuna á Íslandi. Einstaklingar og fyrirtæki úti í bæ segjast vilja styrkja konur en Kristán spyr hvar þessar raddir séu og af hverju þær komi ekki fram.

„Það er alltaf hægt að segja að það sé ekki eins mikill áhugi á kvennadeildinni og karladeild­ inni. Það verður áhugi ef þú setur eitthvert sjónvarpsefni af stað og byrjar að hugsa vel um það, þá kviknar áhuginn. Þessi rök halda ekki. Eins og þetta er núna er verið að búa til áhuga á karladeildinni en ekki kvennadeildinni.“

Á hverjum degi dynja á okkur auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi sem segja okkur hvað við eigum að kaupa, hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera. Sumar raddir þekkjum við strax, en aðrar ekki. DV tók saman þekktustu íslensku auglýsingaraddirnar.

Sumarhúsaeigendur fara nú hver á fætur öðrum að að rífa fram pallaolíuna og margir stefna á að breyta og bæta, eða byggja við í sumar.Innanhússhönnuðurinn Arna Þorleifsdóttir kemur með skotheld ráð fyrir huggulegra sumarhús.

Og þá eru fastir liðir blaðsins  einnig á sínum stað: Á þingpöllunum, Fjölskylduhornið, fréttir af stjörnunum, sakamálið og fjölbreyttar uppskriftir.

Eitthvað fyrir alla í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fyrir 1 viku

Dóttir mín er alltaf í iPadnum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn