fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Sóttkvíar útgáfa af Eurovision-laginu sem aldrei fékk að keppa

Fókus
Laugardaginn 4. apríl 2020 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði og Gagnamagnið sendu í dag frá sér útgáfu af laginu sem vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2020, Think about things og hefði orðið framlag okkar Íslendinga í Eurovision keppninni sem því miður var svo blásin af sökum COVID-faraldursins.

Þessi útgáfa er svokölluð sóttkvíar-útgáfa sem byggir á því að meðlimir hljómsveitarinnar hittast ekki heldur tekur hver upp sinn hlut í sínu horni. Þetta form af lögum hefur náð vinsældum á miðlum á borð við YouTube og sýnir að þó við séum aðskilin, í sóttkví eða einangrun þá getum við enn notið samvista hvert við annað og haft gaman.

Eins og glöggir muna þá voru hljóðfærin sem spilað var á í sviðsetningunni ekki alvöru og því er skemmtilegt að sjá þá meðlimi gagnamagnsins finna sér til dundurs. Daði sjálfur spilar undir, bakraddir hans syngja sína hluti og hinir – Jah sjón er sögu ríkari.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur