fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sonur hennar var tekinn frá henni þegar hann var 5 ára – Dómur fyrir fíkniefnasmygl breytti lífi hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem alin var upp við mikinn alkóhólisma missti son sinn frá sér þegar hann var 5 ára. Hún missti einnig móðir sína auk þess að vera misnotuð kynferðislega.

Konan segir sögu sína í hlaðvarpsþáttaröðinni Leiðin til bata en haldið er utan um þættina á Facebook-síðu þeirra.

Líf konunnar tók miklum stakkaskiptum þegar hún var dæmd til fangelsisvistar og fékk 20 mánaðar dóm fyrir innflutning á fíkniefnum en hún sat inni í 10 mánuði. Hún hefur nú verið edrú í 7 ár og á afskaplega fallegt og heilbrigt líf auk þess sem fjölmargar ungar konur hafa notið aðstoðar hennar við að snúa baki við alkóhólisma.

„Ég að drekka þegar ég var 13 ára og fann þá strax fyrir miklu hömlu og stjórnleysi, ég ólst upp í afar erfiðum aðstæðum og miklum alkóhólisma þar sem ég sá yfirleitt bara fólk verða ofurölvi þegar það drakk. Fyrir mér varð þetta bara eðlilegt og þarna var bara ferlið mitt byrjað og mér fannst ástandið á mér aldrei vera neitt skelfilegt eða að ég fengi einhverja eftirsjá,“ segir konan í þættinum.

„Ég verð ófrísk 15 ára gömul og þá reykti ég ekki einu sinni sígarettur á meðgöngunni og drakk ekkert.  En ég gerði mér aldrei grein fyrir lífinu sem ég gekk með, ég man þó þegar ég strauk á mér magan og sagði við sjálfa mig að ég ætlaði aldrei að verða eins móðir og mamma mín,“ segir konan enn fremur.

En fíknin átti eftir að taka völdin og hún reyndist ekki góð móðir:

„Sonur minn er svo tekin af mér þegar hann er 5 ára og ég fékk hann aldrei aftur. Ég man alltaf eftir kvöldinu þegar hann var tekinn af mér, þá spyr ég mig hvað ég sé eiginlega að gera og af hverju þetta sé allt svona, mér leið alveg ógeðslega illa og ég fann að ég vildi ekki hafa þetta svona, en svo bara stend ég upp og fæ mér meira dóp.“

Hlustaðu á þáttinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“