fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Ekkert til sparað hjá Gumma „kíró“ á afmælisdag Línu Birgittu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. mars 2020 11:36

Lína Birgitta og Gummi Kíró.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir á afmæli í dag. Kærasti hennar, stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, hefur heldur betur sannað sig síðasta sólarhringinn og kom henni rækilega á óvart með svakalegum afmælisglaðning.

Lína Birgitta og Guðmundur, betur þekktur sem Gummi Kíró, eru tiltölulega nýbyrjuð saman. Í byrjun febrúar birtust fyrstu fréttirnar um samband þeirra og staðfestu þau það síðan sjálf á Valentínusardaginn.

Þrátt fyrir að ástin sé nýfarin að blómstra hefur Gummi greinilega lagt mikið á sig að gefa Línu Birgittu glæsilega afmælisgjöf. Þau hafa bæði verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með.

„[Gummi] bauð [mér] út að borða í gærkvöldi og sagði að fyrra bragði: „Núna er afmælisvikan þín formlega byrjuð.“ Síðan sagði hann að ég myndi fá vísbendingu á morgun, sem ég fékk áðan. Ég var að fá vísbendinguna en ég fatta hana ekki. Hjálp,“ skrifaði Lína Birgitta í Story á Instagram í fyrradag.

Hún birtir síðan mynd af málverki og glerflösku af Klaka. „Þetta er vísbendingin,“ sagði hún.

Í gær kom svo loksins að fyrsta óvænta glaðningnum sem var tattú. Lína Birgitta lét tattúvera „always“ í fallegri skrautskrift á fingur sinn.

Í dag kom svo að næsta óvænta glaðning sem var hringferð um Ísland. Fyrsta stopp er morgunmatur á Hótel Rangá

„Ég sagði fyrir stuttu síðan að ég hafi aldrei farið hringinn og langaði að gera það soon! Útlönd geta beðið,“ segir hún í Story.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir