fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Fókus

Brotið blað í sögu American Idol – Gekk inn af götunni

Fókus
Þriðjudaginn 3. mars 2020 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögu American Idol fékk keppandi að taka þátt án þess að skrá sig. Konan gekk inn af götunni í áheyrnaprufurnar.

Þetta gerðist allt þökk sér kynnir þáttanna, Ryan Seacrest.

„Þetta er að gerast í fyrsta sinn […] Ég var að ganga niður götuna og Courtney sat við götuhornið og var mjög sorgmædd. Ég spurði hvað væri að og hún sagðist hafa mætt í áheyrnaprufurnar en ekki skilað inn umsókn á réttum tíma. Hún sagði að þetta væri henanr draumur þannig ég kom með hana hingað upp,“ segir Ryan við dómarana.

„Ertu að djóka í mér, er þetta að gerast í fyrsta sinn,“ segir Lionel Richie, einn dómari í American Idol.

Courtney Timmons er 22 ára og vinnur sem öryggisvörður. Hún söng lagið „Rise Up“ fyrir tárvota dómara. Hún sló í gegn og komst áfram í næstu umferð.

„Ég sá þig sitja á gangstéttinni áðan og ég hélt að þú værir bara aðdáandi, en þú getur sungið,“ segir Katy Perry eftir áheyrnaprufuna. Hún felldi nokkur tár og gaf Courtney faðmlag.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“