fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Ellý Ármanns frestar brúðkaupsferðinni vegna COVID-19

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 20. mars 2020 07:45

Systurnar Eik og Ellý.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistakonan Ellý Ármannsdóttir gengur í það heilaga í sumar og játast unnusta sínum, Hlyni Jakobssyni. COVID-19 faraldurinn hefur svo sannarlega sett strik í reikninginn í undirbúningnum, sem stendur nú sem hæst. Ellý og Hlynur ganga upp að altarinu í Dómkirkjunni laugardaginn 13. júní en planið var að fljúga síðan á vit ástarinnar í Mílanó með barnaskarann. Brúðkaupsferðinni hefur hins vegar verið frestað vegna faraldursins.

„Ítalíuferðin verður ekki farin en við fáum að breyta miðunum,“ segir Ellý, að vonum sár með að komast ekki í ferðina. Hún segir það þó litlu máli skipta í stóra samhenginu. „Svo lengi sem Hlynur mætir í kirkjuna þá skiptir allt annað engu máli.“

Aðspurð hvernig undirbúningurinn fyrir stóra daginn gangi segir Ellý hann ganga vonum framar, en í vikunni fékk hún kærkomna hjálp frá systur sinni, Eik Gísladóttur, með það sem veldur mörgum verðandi brúðum hugarangri – sjálfan brúðarkjólinn.

„Eik systir lánaði mér kjól. Hún keypti hann í Harvey Nichols í Manchester fyrir mörgum árum og hann smellpassar á mig,“ segir Ellý himinlifandi. „Svo verð ég í strigaskóm, sandölum eða berfætt. Kjóllinn er frá einhverju svaka merki – Alexander McQueen. Kate Middleton er alltaf í Alexander McQueen. Hann er kremaður á litinn, úr silki og afskaplega þægilegur,“ segir Ellý, full tilhlökkunar fyrir sumarbrúðkaupinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur í áfalli yfir rasískum og óviðeigandi atriðum úr America’s Next Top Model

Áhorfendur í áfalli yfir rasískum og óviðeigandi atriðum úr America’s Next Top Model
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 1 viku

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“