fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Love Is Blind-stjarna sögð vera á Íslandi en ekki er allt sem sýnist – Gefur dularfull svör á Instagram

Fókus
Fimmtudaginn 19. mars 2020 12:37

Love Is Blind eru gífurlega vinsælir þættir á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stúlka heldur því fram að hún hafi séð raunveruleikastjörnuna Carlton Morton hér á Íslandi í gær. Carlton segist sjálfur ekki hafa undan að svara spurningum um það á Instagram en slær í og úr.

Carlton kemur fram í nýja og geysivinsæla stefnumótaþættinum Love Is Blind á Netflix. Þættirnir hafa verið vinsælasta sjónvarpsefni meðal Íslendinga á streymisveitunni undanfarnar vikur.

Í stuttu máli ganga þættirnir út á að einstaklingar fara á stefnumót, án þess að sjá hvern annan. Þeir tala í gegnum vegg og fá aðeins að sjá hvorn annan ef þeir trúlofast. Þættirnir eru félagsleg tilraun til að svara spurningunni, er ást blind?

„Carlton er á Íslandi! Hann var á Lebowski með þremur vinum sínum og íslenskri stelpu og vitni segja að það hafi litið út eins og íslenska stelpan og Carlton væru par! Hann hefur ekkert póstað á Instagram að hann sé á Íslandi, hann segist vera í sóttkví, en þetta var 100000% hann. Þau voru að tala um Love Is Blind og fleira,“ segir stúlkan í færslu á Facebook-hópnum Beauty Tips.

Carlton hefur fengið fjölmargar spurningar um hvort hann sé staddur á klakanum. Raunveruleikastjarnan hefur hvorki játað né neitað því, heldur spyr fólk hvar það hefur séð hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið