fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Fókus

Jón Gnarr segir að vinstrimenn séu ekki fyndnir og þeim er ekki skemmt

Fókus
Miðvikudaginn 18. mars 2020 21:22

Jón Gnarr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fjörugar umræður hafi sprottið fram þegar spéfuglinn og fyrrverandi borgarstjóri Jón Gnarr fullyrt á Twitter í gær að yfirleitt væri hægrimenn fyndnari en vinstrimenn. Ómögulegt er að meta hvort hann sú fullyrðing sé grín eða staðföstu skoðun hans. En ljóst er að margir hafa sterka skoðun á þessu. Á Twitter skrifar Jón:

„Af tvennu illu þá eru kommar samt yfirleitt leiðinlegri en íhaldið. það er vegna þess að kommarnir eru meira íhald en íhaldið. íhaldið er bara what you see is what you get en kommarnir what you see is, what the fuck?!“

Fjölmiðlakonan Margrét H. Gústavsdóttir tekur undir með honum. „Svo er of mikið húmorsleysi vinstra megin. Sósíalíska tillitsemin leyfir bara grín innan marka. Mér finnst það ekki skemmtilegt. Held að hægrið sé sveigjanlegra,“ skrifar hún.

Þessu svarar Jón og segir: „Sumir vinstrimenn voru sárir útí mig útaf Georgi Bjarnfreðarsyni en man ekki eftir grátandi sjöllum útaf Ólafi.“ Þá kveður Andrés Magnússon, sjálfstæðis- og blaðamaður, sér hljóðs og segir:

„Held að umburðarlyndið spili líka þarna inn í. Okkur hægrimönnum finnst kommarnir hafa rangt fyrir sér, en þeir eru furðumargir á því að við hljótum að vera illir. Bara fyrir að vera annarar skoðunar. Þar vantar einhverja mannlega innsýn.“

Jón virðist taka undir og bætir hann við: „Öllum sönnum og gegnheilum vinstrimönnum finnst hægri menn vera eigingjarnir en þeir sjálfir gjafmildir. en þetta er samt meira í orði en á borði og gjafmildi þeirra nær hæstum hæðum þegar þeir eru að höndla með fé annarra en sjálfs sín.“

Jóhann Þórsson skáld gerir þá tilraun til að koma sósíalistum til varnar. „Kommi hér. Tel mig almennt hinn hressasta. Finnst íhaldsmenn oftast bara forréttindablindir, frekar en nokkuð annað. En þeir sem studdu og kusu t.d. með innrásinni í Írak eru hinsvegar illir fávitar. Eins þeir sem tala niður mikilvægi aðgerða gegn loftslagsbreytingum.“

Jón svar til baka og segir hræsni ekkert minni meðal vinstrimana en hægrimanna. „Kommarnir finnst mér soldið þarna líka. þau segjast vilja gera allskonar en þegar til kastanna kemur er það bara stóriðja og mæta á Nató fundi (og tala helst ekki um Varnarsamninginn) […] VG lifir í þeirri ranghugmynd að þau séu hipp og kúl, grænn og nútímalegur avant-garde friðarflokkur. en þau eru framsóknarflokkur.“

Annað skáld og yfirlýstur vinstrimaður, Kött Grá Pje, segir þetta gamla klysju hjá Jóni og skrifar: „Þessar týpur poppa alltaf reglulega upp, algerar Churchill vs. Attlee-ideur, ansi lífseigar. Sé þær ekki aktúelt, sýnist flest sniðugri djókhrossin vera lefty bastards.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“