fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Nýjar vendingar í nærbuxnasölu Stefans Octavian – Vefhönnuðurinn sendir kveðju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. mars 2020 18:41

Stefan Octavian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu greindi DV fyrir ásökunum á hendur klámstjörnunni Stefan Octavian þess efnis að hann hefði ekki rétt við í netsölufyrirtæki sínu þar sem hann býður til sölu hágæða nærfatnað og snyrtivörur. Viðskiptavinir segjast ekki hafa fengið afhentar vörur sem þeir greiddu fyrir.

Sjá einnig: Sviðin jörð íslensku klámstjörnunnar

Stefan vakti mikli athygli er hann steig fram í fjölmiðlum og greindi frá leik sínum í hommaklámmyndum sem og störfum sínum við fylgdarþjónustu. Netverslun hans hefur hins vegar vakið harða gagnrýni. Ósáttir viðskiptavinir kvarta undan viðskiptaháttum Stefans og segjast ekki fá afhentar greiddar vörur. Netverslunin heitir SkyFall2020 og hefur meðal annars verið kynnt með þessum orðum:

„SkyFall2020 er glænýtt fyrirtæki sem selur eigin gæðafatnað og er einnig söluaðili fyrir t.d. Calvin Klein, Armani, Gucci, Tommy Hilfiger og fleiri aðila! SkyFall2020 var stofnað 2020 og starfa núna 5 starfsmenn sem sjá um vef, sendingu og pökkun þessara vara.“

Hætt er við því að rólegt verði yfir starfseminni á næstunni því ef farið er inn á vefinn Skyfall2020.com núna blasir við þessi tilkynning frá vefhönnuði síðunnar:

 

SÍÐU LOKAÐ

SKYFALL2020 HEFUR VERIÐ LOKAÐ OG MUN OPNA ÞEGAR STEFÁN OCTAVIAN (EIGANDI FYRIRTÆKISINS) BORGAR VEFHÖNNUÐI.

BESTU KVEÐJUR VEFHÖNNUÐUR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir