fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Fókus

Katy Perry sagði American Idol-keppanda að hætta með kærastanum

Fókus
Miðvikudaginn 11. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppandi í American Idol var í ofbeldisfullu sambandi í átta og hálft ár. Hún segist hafa loksins farið að ráðum Katy Perry og hætt með honum.

Ren er 26 ára og er frá Texas. Hún hefur vitað það síðan hún var barn að henni langar að vera söngkona. Hún ákvað að láta slag standa og taka þátt í American Idol. Hún deilir sögu sinni með áhorfendum.

„Ég var í mjög óheilbrigðu og eitruðu sambandi í átta og hálft ár. Ég var með einhverjum sem sagði að ég væri einskins virði og rusl,“ segir Ren.

„Ég byrjaði með honum þegar ég var 17 ára. Ég vissi ekki að þetta væri ofbeldi því ég vissi ekki betur. Þetta var komið á það stig að hann gekk of langt og ég loksins sagði ástvinum mínum frá þessu. Þau sýndu mér að ég ætti svo miklu betra skilið. Ég pakkaði því sem ég gat í tösku og fór. Ég flutti frá LA til Houston í Texas til að vera með fjölskyldu minni. Það eru mörg ár sem ég fæ ekki til baka með fjölskyldu minni. Öll símtölin frá mömmu sem ég svaraði ekki því hann var á staðnum, hann var ekki hrifinn af henni,“ segir hún og brotnar niður.

Eftir að Ren hefur sagt dómurunum sögu sína segir Katy Perry: „Gott að þú settir á þig gleraugun.“

„Það varst reyndar þú sem hjálpaðir mér að gera það,“ segir þá Ren.

„Ég var í Hollywood-partýi fyrir sjö árum síðan. Ég og fyrrverandi kærasti minn vorum að rífast heiftarlega og þú gekkst framhjá og sagðir: „Oj, hættu með honum stelpa.“ Og ég skammaðist mín svo mikið að ég þorði ekki að segja neinum frá því. Það tók mig sjö ár en ég fór að ráðum þínum,“ segir Ren og bætir við að hún er mjög hamingjusöm í dag.

Horfðu á áheyrnaprufu hennar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 4 dögum

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Ég get allt sem einhver maður gæti gert“

Vikan á Instagram: „Ég get allt sem einhver maður gæti gert“
Fókus
Fyrir 1 viku

Saman í 29 ár – Stundum kemur upp afbrýðisemi og tortryggni

Saman í 29 ár – Stundum kemur upp afbrýðisemi og tortryggni
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura