fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Íslenskir leikarar sem lifðu af axarsköftin

Fókus
Laugardaginn 8. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skemmtanabransanum bjóðast ekki margir sénsar, sérstaklega ef leikari fer með burðarhlutverk í verki sem telst til feilspors hjá almenningi. Vestanhafs er óskrifaða reglan sú að ef viðkomandi tekur þátt í floppi sem verður grunnur holskeflu háðs og sleggjudóma, er umræddur leikari kominn í svokölluðu bíóprísundina (e. Movie Jail).

Ísland er aftur á móti lítið land og eiga sumir þekktra leikara okkar hina ótrúlegustu skelli að baki en lifðu þá af af. Hér má sjá fáein dæmi um leikara sem komust heilir frá axarsköftum sínum og náðu jafnvel að blómstra sem aldrei fyrr í kjölfarið á þeirra.

 

Drasl og dósahlátur
Jóhannes Haukur Jóhannesson – Marteinn

Árið 2009 leit sjónvarpsserían Marteinn dagsins ljóst hjá RÚV. Gamanþættirnir sóttu grimmt í margnotaða formúlu vestanhafs þar sem karlmaðurinn á heimilinu er sófakartafla, konan er sínöldrandi staðalímynd, besti vinurinn aumingi og deilurnar ódýrum farsa líkastar.

Marteinn var kvikmyndaður fyrir framan sal fullan af áhorfendum, sem hefur líklegast verið mútað með ókeypis pítsum til þess að bæta dósahlátri í handritið vonda. Jóhannes Haukur fór með titilhlutverkið og komst hjá því að láta þættina leiða sig út af sporinu í leikaralífinu, enda fór hann síðar að deila hvíta tjaldinu með fagfólki eins og Ian McKellen, Cate Blanchett og Guy Pearce. Hugsanleg skýring er sú að mjög fáir Íslendingar hafi séð Martein og ef til vill skynsamlegast að halda því þannig.

 

Skraufþurr borgarstjóri
Jón Gnarr – Gnarrenburg, Borgarstjórinn og Maður eins og ég

Ljóst er að Jón Gnarr hefur gert marga meiriháttar hluti fyrir íslenskt grín og meira til utan skemmtanageirans. Landsmenn hafa í hálfan þriðja áratug vitnað títt í persónur Jóns, frá Indriða til Georgs Kidda á verkstæðinu. Aftur á móti er leik- og grínferill mannsins ekki flekklaus og hefur mátt þola nokkrar hraðahindranir – nokkuð harkalegar. Ber þar fyrst að nefna skemmtiþáttinn Gnarrenburg, þar sem sjálfur stjórnandi þáttarins virtist varla nenna þessu. Landanum var ekki skemmt og viðtökur voru ekkert hlýrri með tilkomu Borgarstjórans og kvikmyndarinnar Maður eins og ég. Borgarstjórinn er lauslega byggð á eigin reynslu Jóns og fjögurra ára stöðu hans í því starfi. Jón náði þó að dusta af sér þessi skraufþurru verk með því að endurvekja Indriða í Skaupinu góða.

 

Kjánahrollur í hringekju
Gói – Hringekjan

Spjallþátturinn Hringekjan þótti sérlega mislukkaður af flestum, ábyggilega þáttastjórnandanum sjálfum líka. Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, lagði sig þó allan fram og fær marga plúsa fyrir að halda andliti og stemningu á meðan brandarar og uppsetning varð tilefni mikils og tíðs aulahrolls. Fyrir mikla lukku lifði Gói fallið af og með tímanum varð Hringekjan lítið annað en víti til varnaðar í íslensku sjónvarpi.

 

Draugagangur í aðsókn
Laddi – Ófeigur gengur aftur

Í kjölfar velgengni gamanmyndarinnar Jóhannes, sem malaði gull í aðsókn á sínum tíma, var þjóðþekkti grínarinn Laddi orðinn að bíóstjörnu. Þá var ekki annað í stöðunni en að panta nýja gamanmynd þar sem ærslagangur hans var í fyrirrúmi og árið 2013 var hulunni svipt af mynd þar sem okkar maður lék ólátabelg sem hafði gengið aftur. Draugafarsinn Ófeigur gengur aftur náði hvergi sömu hæðum í vinsældum og Jóhannes og vakti almennt lítinn áhuga almennings og gagnrýnenda. Laddi er auðvitað með okkar þekktari og færari skemmtikröftum, þannig að lítið mál hefur verið fyrir hann að sópa skömminni undir teppið.

 

Öllum verður kalt
Björn Thors – Frost

Björn vann sér aldeilis inn hylli landans þegar hann brá sér í hlutverk Kenneths Mána í Fangavaktinni og hefur einnig lengi verið sterkur á sviði í gegnum tíðina. Leikarinn fékk tækifæri til þess að spreyta sig á nýjum sviðum þegar hann tók þátt í hrollvekjunni Frost, sem fljótt varð skotspónn gagnrýnenda og uppspretta mikils gríns. Kvikmyndin sótti í sambærilegan stíl og The Blair Witch Project, þar sem tíður hristingur kvikmyndatökuvélar og öskur utan ramma voru allsráðandi. Áhorfendur voru lítið heillaðir af þessum hrolli og heyrðist fátt annað á almennum bíósýningum en samstíga geispi fólks.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Í gær

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“