fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Goddur yfirheyrður – Óttast valdbeitingu möppudýra og baunateljara – Mesta afrekið að verða edrú

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 29. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, fæddist á Akureyri og hefur starfað við kennslu í grafískri hönnun í rúman aldarfjórðung. Hann skrifar nú sögu starfsgreinar sinnar og er titlaður rannsóknarprófessor Listaháskóla Íslands. Goddur er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Mér líður best á Austurlandi, sérstaklega á Seyðisfirði sem er einn besti staður sem ég hef kynnst sem orkuhleðslustöð. Hann er mjög ólíkur öllum stöðum úti á landi sérstaklega að því leyti að vera vinsamlegur útlendingum og fólki með sterkan persónuleika. Maður kemur hlaðinn orku þaðan á haustin og hún heldur manni gangandi í borginni í nokkra mánuði.

Hvað óttastu mest? Microsoft Office 365 – valdbeitingu möppudýra og baunateljara af hvaða toga sem er – bókhald, skattheimtu, stjórnendafundi, Excel-skjöl og bara allt sem Microsoft Office 365 kemur nálægt.

Hvert er þitt mesta afrek? Að verða edrú fyrir aldarfjórðungi.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Að vera hljóðfæraleikara í sinfóníuhljómsveit sem gaf út sex 12 tommu vínyl-plötur í boxi og ferðaðist og spilaði í fjórum evrópskum borgum, Basel, München, Vínarborg og Innsbrück.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hégóminn var hans akkílesarhæll.

Hvernig væri bjórinn Goddur? Dökkur og laus við allt alkóhól, 0.00%.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Að tilfinningagreind sé betri en rökhugsun.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Mér finnast húsverk alls ekki leiðinleg, en að halda heimilisbókhald fer í taugarnar á mér.

Besta bíómynd allra tíma? Zabriskie Point eftir Antonioni hafði dýpstu áhrifin.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að vera raunverulega músíkalskur.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að fara í listnám.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Ekki gera þetta!

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Sykur, rjómi og örlítið af berjum.

Hvað er á döfinni hjá þér? Að plana sem minnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar