fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ágústa Eva nýtur mikilla vinsælda á Norðurlöndum – „Það kveikir í mér“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, hefur verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn í rúman áratug. Hún fer með eitt aðalhlutverkið í norsku þáttaröðinni Beforeigners, sem notið hefur mikilla vinsælda, samhliða því að syngja með hljómsveit sinni Sycamore Tree. Ágústa segist aldrei hafa verið ferilslega drifin þótt hún hafi sannarlega þörf fyrir að skapa það sem skemmti öðrum.

Ágústa leiddist inn á braut listarinnar fyrir talsverða tilviljun. Ferillinn varð langur og ótal verkefnum síðar landaði hún stóru hlutverki í sjónvarpsþáttaseríu sem framleidd er fyrir HBO en fjölmargar leikkonur börðust um bitann. Þættirnir, Beforeigners, hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum en þeir verða frumsýndir á amerískum markaði síðar í mánuðinum.

Þetta er brot úr lengra viðtali sem finna má í helgarblaði DV.

„Þegar ég fékk fyrst boð um að koma í prufu var dóttir mín einungis tveggja mánaða. Mér fannst ég ekki geta farið með hvítvoðung til þriðja landsins á svo stuttum tíma svo ég afþakkaði boðið. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég aftur tölvupóst frá framleiðanda þáttanna sem bað mig að endurskoða hug minn. Hann frétti að ég hefði búið í Noregi sem barn og talaði tungumálið – að endingu lét ég undan og mætti í prufuna. Daginn eftir fékk ég símhringingu þar sem þau báðu mig um að koma út með næsta flugi, sem ég og gerði. Þá kom í ljós að það var þeirra allra síðasti dagur til að loka leikaramálum. Þar voru leikkonur sem höfðu verið í ferlinu mánuðum saman og voru orðnar þreyttar og pirraðar. Skiljanlega fannst þeim súrt að bæði ég og finnska leikkonan Krista kæmum nýjar inn á síðasta degi og yrðum ráðnar í hlutverkin. Þær voru ekkert síðri en við, þvert á móti, þarna voru algerar kanónur. Þau voru einfaldlega að leita að afmörkuðum persónueinkennum í þessi hlutverk sem við höfðum frá náttúrunnar hendi. Svona er þessi bransi stundum, hann getur virkað ósanngjarn og óskiljanlegur.“

Finnst þér þú ferilslega fullnægð?
„Ég hef vissulega þörf fyrir að skapa eitthvað sem skemmtir mér og öðrum, það kveikir í mér. Þegar maður svo lítur til baka sér maður veginn, en þá er það vegur sem maður er búinn að ganga. Ég geng þetta líf til að sjá meira og helst að njóta þeirrar stundar og fólksins sem ég er stödd með á þeim tíma. Það er vissulega oftar hægara sagt en gert, en það er markmiðið. Framtíðin er óskrifað blað og ég er vön að gera það sem mér þykir skemmtilegt, ég vona að ég haldi því áfram á þessari göngu minni.

Ég er kaos í sjálfri mér og stundum líður mér eins og ég sé ekki beint að stjórna sjálf, heldur sé með stillt á „autopilot“ með innsæið sem kompás. Svo verður endalaust af fólki og hugmyndum á vegi manns sem maður hefur hugrekki til að hlusta á og fylgja. Ég hef aldrei verið með neinn tékklista eða aðgerðaráætlun, ef mig langar að syngja, geri ég það, ef mig langar að koma einhverju á framfæri geri ég það. Ef mig langar að leika, þá bara geri ég það líka, en fæst af þessu gerir maður einn síns liðs. Ég hef verið svo lánsöm að hafa hitt fólk sem veitir mér innblástur og mig langar að eyða tíma með og búa til eitthvað skemmtilegt og spennandi. Annars á ég mér ævilangan draum, það er að vera hamingjusöm. Allt sem ég geri miðar að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“