Laugardagur 28.mars 2020
Fókus

Ungur kvótaerfingi keyrir um á lúxusbifreiðum í nýju myndbandi – „Ég þarf ekki að borga skatt“

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi V, ungur kvótaerfingi og rappari, gaf í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hvað veist þú um það. Það vakti athygli fyrr á þessu ári þegar Stundin fjallaði um efnishyggjuna í íslenskri tónlist í dag en myndir af Flosa voru áberandi í greininni.

Í grein Stundarinnar var fjallað um texta Flosa með hliðsjón af gróða fjölskyldunnar hans. „Þeir tala um þúsundkall, ég tala um milljónir, segir ungur kvótaerfingi á Instagram og birtir mynd af sér að veifa þykku búnti af fimm þúsund króna seðlum í lúxusbíl. Útgerðarfélag fjölskyldunnar hans hagnaðist um tvo milljarða króna á síðasta uppgefna rekstrarári. En sjálfur er hann að hefja rappferil.“

Eins og áður segir þá gaf þessi Flosi út tónlistarmyndband í dag en þar sést hann meðal annars halda á þessu seðlabúnti. Þá er hann klæddur í afar dýrar flíkur frá tískuhúsum á borð við Gucci en ásamt því skartar hann skartgripum sem virðast mjög dýrir.

Í myndbandinu keyrir Flosi um á tveimur lúxus bílum, annars vegar hvítri Porche-bifreið af gerðinni Panamera og hins vegar rauðum Range Rover. Í laginu syngur hann síðan línur eins og „Ég þarf ekki að borga skatt“ og „Er að græða fokking gróft, færi pening inn á bankabók“.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en lagið er einnig að finna á Spotify:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Klassa druslu slegið á frest

Klassa druslu slegið á frest
Fókus
Fyrir 6 dögum

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“