Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fókus

Brynjar gagnrýndur fyrir rasisma – „Ógeðslegt að fólk skuli láta svona“

Fókus
Laugardaginn 1. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Barkarson, annar helmingur raftónlistartvíeykisins Club Dub, hefur vakið athygli vegna færslu á Instagram-síðu sinni sem hefur verið víða dreifð og farið fyrir brjóstið á ófáum netverjum.

Á síðu sinni birtir hann mynd með það að markmiði að slá á létta strengi en telja margir að umrætt grín hafi borið merki um kynþáttafordóma. Færsla þessi snýr að kórónaveirunni margumtöluðu og sést Brynjar standa frammi fyrir afgreiðslumanni í verslun. Í kjölfar vaxandi umtals hefur Brynjar eytt myndinni og beðist afsökunar en hafa margir verið duglegir að deila skjáskotum á veraldarvefnum og tjáð sína skoðun.

Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, er á meðal þeirra sem benti á færsluna umtöluðu og veltir fyrir sér hvers vegna fleiri séu ekki að ræða um myndbirtinguna. „Þetta er bara svo rangt,“ skrifar Binni á Twitter, en á aðgangi hans hefur myndast líflegur þráður þar sem netverjar deila um gildi grínsins sem um ræðir. Binni fullyrðir að myndatakan og myndbirtingin sé tvímælalaust „rasísk“.

„Það er svo lítið talað um rasisma á Íslandi en rasismi er til staðar hér á landi og það er ógeðslegt og ógeðslegt að fólk skuli láta svona og skuli ekki segja neitt,“ skrifar einn Twitter-notandi við þráð Binna. Fleiri taka í sama streng.

„Það eina rasíska í þessarri mynd er myndatakan sjálf og myndbyrtingin – svo og sú staðreynd hvort hann setti upp grímuna aðeins til þess að vera með hana á kassanum. Það að verja sig á almannafæri með öndunargrímu er hins vegar EKKI rasískt,“ skrifar annar.

Kynlífsbloggarinn Kara Kristel Ágústsdóttir tjáir sig við þráð Binna með stuttum en hnitmiðuðum hætti, þar sem hún ritar með svonefndum „ælutjáknum.“

Tæpum sólarhring eftir myndbirtinguna gefur Brynjar út yfirlýsingu í Instagram Story hjá sér. Segist hann þar játa að myndin umtalaða hafi sýnt merki um útlendingahatur og segir birtinguna hafa komið til í hugsunarleysi, en hann hyggst læra af reynslunni og vonar að fleiri geri hið sama. Brynjar segir:

„Ég póstaði mynd í gær sem var rasísk. Vegna fáfræði minnar fattaði ég ekki að hún væri rasísk. Nú veit ég það og vil biðja alla innilegrar afsökunar. Ég mun læra af þessu og vonandi munu fleiri geta gert það líka. Rasismi er ógeðslegt samfélagsmein sem þarf að uppræta og er alls ekki það sem ég stend fyrir. Ég elska alla.“

 

Hvað segja lesendur? Á gagnrýnin á færslunni rétt á sér eða er einfaldlega um saklaust grín að ræða?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“