fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Páll Óskar bíður eftir bólusetningu til að gefa út nýja tónlist

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. desember 2020 08:46

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur skemmt Íslendingum í áratugi og hefur á löngum ferli sínum gefið út fjölmargar plötur og spilað á ótal mörgum tónleikum. Hann hefur einnig verið duglegur að spila í brúðkaupum og alls kyns veislum. Þrátt fyrir allt þetta, þá á Páll Óskar sér líka aðra ástríðu sem hann elskar alveg út af lífinu. Sú ástríða eru kvikmyndir og hann passaði því vel sem gestur hjá Hafsteini Sæmundssyni í hlaðvarpinu hans, Bíóblaður.

COVID faraldurinn hefur farið illa með marga tónlistarmenn en Páli Óskari hefur tekist að halda sér uppteknum á þessum fordæmalausu tímum.

„Auðvitað hafa allar aðstæður breyst en ég hef náð að „púlla“ þetta. Ég er búinn að vera svo heppinn að fá til dæmis að syngja undir kringumstæðum sem ég átti ekki von á eða geri ekki mikið af. Ég er búinn að fá að syngja í jarðarförum á virkum dögum, jafnvel þótt að jarðarfarirnar séu takmarkaðar við tuttugu, þrjátíu manns þá er þeim streymt líka og svo litlum prívat partýum og afmæli og svona. Ég hef náð að sigla,“ segir hann.

Sviti og allir í sleik

En Páll hefur ekki aðeins verið að syngja, heldur hefur hann verið að semja nýja tónlist. Hann segist vera spenntur að byrja aftur af fullum krafti á næsta ári.

„Ég passaði mig á því að umbreyta þessu tímabili öllu bara í sköpun og er búinn að vera að dúllast í því að gera ný lög og texta og liggja svolítið yfir því. Það er eitthvað sem ég myndi síðan vilja gefa út árið 2021 eða bara þegar það er búið að bólusetja alla heimsbyggðina. Traustið er þá komið aftur í magann á áhorfendum og þeir treysta sér til þess að fara inn í svona rými, þar sem er sviti, allir fara í sleik, hoppa á staðnum og syngja með. Þá er rétti tíminn fyrir mig að mæta með mitt stuff,“ segir hann.

„Þegar búið er að bólusetja alla, þá er eins gott að við sem syngjum og flytjum tónlist, eigum smá strepsils upp í hillu af því að við erum örugglega að fara að taka fjögur, fimm gigg á viku.”

Hrifinn af Hereditary

Páll Óskar hefur alltaf haft mikinn áhuga á hryllingsmyndum og þó að hans uppáhalds myndir séu frá áttunda og níunda áratugnum, þá var hann mjög hrifinn af myndinni Hereditary sem kom út árið 2018.

„Hún er bara módern klassík, myndi ég segja. Ari Aster, leikstjórinn, er núna búinn að gera tvær myndir. Hereditary og Midsommar. Auðvitað fær hann lánuð alls konar minni úr öðrum myndum og sögum. Það er mjög auðvelt fyrir þig að slá báðar myndirnar út af borðinu. Hereditary fyrir að vera bara einhvers konar Rosemary’s Baby og Midsommar er bara Wicker Man. Málið er samt að ég fíla módern hrylling í dag. Mér finnst margir góðir hlutir vera að gerast í horror núna vegna þess að nútíma horrorinn er að fá gömlu gildin að láni og dregur nornirnar, satanistana, költin, jafnvel varúlfana og þetta allt saman inn í samtímann. Áhorfendur í dag gera ákveðnar kröfur um að fólkið í bíómyndunum bregðist við aðstæðum eins og við myndum bregðast við þeim. Ef fólkið gerir það ekki, hvort sem það er í bíómyndum eða þáttum, þá segjum við alltaf: „Ah, djöfulsins rugl er þetta. Djöfulsins vitleysingur var þetta að hlaupa upp tröppurnar.“ Nútíma hryllingsmyndir passa sig á þessu og ég fíla það,“ segir hann.

Í þættinum ræðir Páll einnig hversu mikið hann elskar myndir frá áttunda áratugnum, hversu gróf og ógeðsleg myndin Cannibal Holocaust er, hvernig gæði sjónvarpsþátta breyttist eftir að The Sopranos komu út árið 1999, hvernig hann sér fyrir sér að horfa á allar Star Trek seríurnar þegar hann er kominn á öldrunarheimili, hversu miklu máli það skiptir að vera með „talent, vision og ambition“ og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“