fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Komst að því að hún væri ólétt viku eftir að hún sagði upp vinnunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 21:02

Svava Halldórsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Halldórsdóttir var að vinna í útstillingadeild H&M þegar hún ákvað að taka stökkið og láta langþráðan draum rætast. Hún sagði upp vinnunni og stofnaði fyrirtæki sitt, Listræn ráðgjöf, í febrúar 2019. Viku seinna komst hún að því að hún væri ólétt af sínu öðru barni. En hún gaf ekkert eftir, hélt ótrauð áfram og það hefur gengið vonum framar með Listræna ráðgjöf.

Við heyrðum í Svövu um hvernig hefur gengið undanfarin tvö ár og hvaða ráð hún gefur öðrum þegar kemur að því að skreyta.

Svava gerir alls konar skreytingar.

Stofnaði Listræna ráðgjöf

„Ég hef unnið lengi í verslunar og þjónustubransanum, í um fjórtán ár sem verslunarstjóri, innkaupastjóri og sem útstillingahönnuður en ég hafði haft þessa hugmynd að fyrirtækinu í kollinum í mörg ár en hafði ekki þorað að taka stökkið fyrr en nú,“ segir hún.

Viku seinna komst hún að því að hún væri ólétt og viðurkennir að það hafi verið smá sjokk.

„En það var lika yndislegt að vita að fjölskyldan var að stækka. Ég gaf ekkert eftir, breytti engum plönum fyrir fyrirtækið, bara fulla ferð áfram. Ég var mjög heppin á meðgöngunni, mér leið vel allann tímann og ég vann nánast sama dag og ég fór upp á fæðingardeild. Fæðingin gekk mjög vel og ég var mjög fljót að jafna mig.

Við mæðgin vorum mætt upp á vinnustofu nokkrum vikum seinna til að hjálpa teyminu mínu að plana og setja upp alla jólagluggana. Strákurinn minn, hann Magnús Ingi, fæddist í október sem er einn annasamasti mánuður ársins hjá fyrirtækinu, þá erum við að plana, hanna og búa til allt fyrir jólagluggaútstillngar. Jólin er mest „crazy“ tíminn hjá mér en líka smá skemmtilegasti,“ segir Svava.

Það hefur verið nóg að gera hjá Svövu, hún sá meðal annars um að skreyta Leifsstöð.

Gengur mjög vel

Það hefur gengið mjög vel hjá Svövu og segir hún að það hjálpi að hún og Magnús Ingi séu mjög samrýnd. „Við vinnum þetta saman. Það hefur einnig gengið betur eftir að hann byrjaði hjá dagforeldrum, ég næ að afkasta meiru,“ segir hún.

„Fyrirtækið blómstrar. Ég fékk strax frábærar móttökur og eignaðist strax frábæra viðskiptavini og þeim fer bara fjölgandi. Ég vissi að það væri gat á markaðinum fyrir fyrirtæki eins og mitt, sem getur unnið með einstaklingum og fyrirtækjum. Listræn ráðgjöf er fyrir alla, hvort sem þig vantar ráðgjöf með uppröðun á vörum í verslun, sumargluggaútstillingu, skreytingu fyrir móttökuna eða leigja út vörur fyrir viðburði. Ég stefni svo á að stækka við mig á nýju ári, bjóða upp á meiri og fjölbreyttari þjónustu sem og koma með fallegar vörur eftir mig í sölu.“

Svava gerði myndavegg fyrir Smáralind.

Erfiðasta verkefnið

Aðspurð hvað sé erfiðasta verkefni sem hún hefur gert rifjar Svava upp verkefni sem krafðist þess að hún þyrfti að vera í vinnulyfti í ellefu metra hæð.

„Verkefnin eru öll misjöfn og því mis krefjandi en öll eru þau skemmtileg. En ég held að erfiðasta verkefnið fyrir mig var að vera í vinnulyftu í sirka ellefu metra hæð í Leifsstöð að hengja upp jólaskreytingar. Vinnulyftan ruggaði fram og til baka og ég var alveg viss um að hún færi á hliðina. Ég spurði pabba minn, sem var með mér að hengja upp, marg oft hvort við værum ekki að fara á hliðina en það gerðist ekki og við kláruðum það verkefni. En eftir að við komum niður úr lyftunni og á gólfið þá var ég með hálfgerða sjóriðu, en hún fór fljótlega,“ segir Svava.

Svava segir að það hafi ekki verið leikur einn að hengja upp skrautið í Leifsstöð.

En það skemmtilegasta?

„Það skemmtilegasta er að hanna og gera jólaglugga og blómaskreytingar, í raun er allt skemmtilegt. Það er alltaf gaman í vinnunni hjá mér,“ segir Svava.

Ráð fyrir aðra

Svava gefur þeim sem eru í skreytingarhugleiðingum ráð.

„Vertu þolinmóð/ur. Þó að skreytinginn heppnist ekki í fyrsta skipti, ekki gefast upp og reyndu aftur,“ segir hún og bætir við.

„Gerðu einnig smá undirbúningsvinnu áður en þú byrjar. Eins og að finna út hvernig þú vilt skreyta, hvaða hráefni þú vilt nota og hvaða litir og áferð pass vel saman. Svo má finna mörg góð myndbönd a YouTube, sem til dæmis sýna hvernig er hægt að gera blómaskreytingar.“

Hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir?

„Ætla að gera of mikið með lítinn tima. Gefðu þér góðan tíma í að plana allt og þá verður framhaldið mun auðveldara,“ segir Svava.

Falleg blómaskreyting.
Jólagluggi fyrir Kokka.
Aðventukrans.
Jólagluggi Blush.
Jólagluggi Hrím.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta