fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Fókus

Frændur og standpínuþjálfarar – „Þetta var vandræðalegt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. desember 2020 15:30

Skjáskot: MojoMen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frændurnir Angus Barge og Xander Gilbert voru eitt sinn að keyra saman þegar upp kom erfitt samtal sem var þó gott eftir á. Angus sagði við frænda sinn að hann ætti erfitt með að ná honum upp, að hann glímdi við risvandamál.

Það sem Angus vissi ekki var að Xander var að glíma við sama vandamál. „Við áttum hreinskilið samtal á meðan við horfðum báðir beint áfram,“ segir Xander í samtali við The Sun. „Ég veit ekki hvað fékk mig til að opna mig með Xander,“ segir Angus. „Við ólumst upp saman svo hann virtist vera besti kosturinn til að eiga þetta samtal. Þetta var vandræðalegt til að byrja með en mér leið minna einmana þegar hann sagðist glíma við sama vandamál.“

Eftir samtalið ákváðu frændurnir að stofna fyrirtækið Mojo Men en fyrirtækið hjálpar karlmönnum að kljást við risvandamálin sín. Í frétt The Sun segir að þeir frændur séu nú standpínuþjálfarar. Þrátt fyrir að þeir hafi stofnað fyrirtækið í sumar hafa viðtökurnar verið afar góðar á þessum stutta tíma.

„Við erum búnir að fá menn á fimmtugsaldri grátandi til okkar, þeir höfðu aldrei talað um þetta. Síðan höfum við líka fengið menn á þrítugsaldri sem hafa náð að breyta og bæta kynlífið með okkar hjálp,“ segir Xander. „Það sem byrjaði sem erfitt samtal er nú þegar að hjálpa þúsundum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau eru bæði með sterkar skoðanir á öllu“

„Þau eru bæði með sterkar skoðanir á öllu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“