fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Hreinskilinn pistill móður slær í gegn – „Börnin mín eru stundum fávitar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 19:30

Laura Mazzo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk móðir hefur slegið í gegn fyrir að lýsa börnunum sínum á mjög hreinskilin máta. Hún viðurkennir að þau geta stundum verið „algjörir fávitar.“

Laura Mazza er þriggja barna móðir og deilir raunum sínum á Instagram. Hún deildi á dögunum ótrúlega hreinskilinni færslu um börnin sín og viðurkenndi að hún nennir stundum ekki að elda kvöldmat né lesa bók fyrir börnin sín.

Laura segir að það þýðir ekki að hún sé slæm móðir. Hún segir einnig að foreldrar ættu að geta verið hreinskilnir um tilfinningar sínar án þess að óttast við að vera dæmdir af öðrum.

„Ég vil bara að þú vitir að ef þú ert vinur minn, þá geturðu sagt: „Börnin mín voru fávitar í dag“ og ég mun ekki dæma þig,“ skrifaði hún.

„Ég veit ég kvarta mikið undan foreldrahlutverkinu en það er vegna þess að það er það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega. Á hverjum degi gerist eitthvað. Ég þurfti að stöðva slagsmál í dag, ég varð pirruð, ég hækkaði róm minn í dag, grét, huggaði, fékk samviskubit, var hamingjusöm, fann fyrir ást, gaf ást. Allt á einum sólarhring,“ segir hún.

„Þetta er erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll. Og við veltum því fyrir okkur af hverju við erum alltaf að klúðra málunum. Þannig af hverju ekki að vera bara hreinskilin? […] Veistu hvað er erfiðara en að ala upp börn? Að láta eins og það sé ekki erfitt.“

Færslan hefur heldur betur slegið í gegn meðal netverja og hafa einnig fjölmiðlar vestanhafs fjallað um færsluna, meðal annars News.au, Mirror og The Sun. Margir foreldrar tengja við skrif hennar og taka þeim fagnandi.

Þú getur lesið færsluna hennar í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“