fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Fyrsta Instagram-mynd Kylie Jenner grafin upp

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. nóvember 2020 12:09

Kylie Jenner. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógullinn Kylie Jenner nýtur gífurlega vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún er með 200 milljón fylgjendur á Instagram og hefur deilt yfir 6500 færslum á miðlinum.

Kylie, 23 ára, er þekkt fyrir að deila glæsilegum glamúr myndum af sér, en það hefur ekki alltaf verið raunin.

Fyrstu myndir Kylie á Instagram sýna allt aðra hlið af stjörnunni en við þekkjum. Það má samt ekki gleyma að á fyrstu myndunum er hún fjórtán ára og eðlilega breytist fólk yfir níu ára tímabil, sérstaklega þegar það er að þroskast og hvað þá í sviðsljósinu eins og Kylie gerði.

Netverja tókst að grafa upp myndirnar og deildi þeim á TikTok.

Á myndunum má sjá Kylie í hettupeysu með gleraugu, á annarri mynd má sjá hana sitja við borð og hún virðist vera að teikna eða læra.

Kylie/Instagram
Kylie/Instagram

Margir aðdáendur eru í sjokki yfir hversu mikið Kylie hefur breyst og sumir segja að þeim hefði aldrei dottið í hug að þetta væri hún, hún er nær óþekkjanleg.

„Hún lítur út eins og venjulegur unglingur,“ segir einn netverji um myndirnar.

„Vá, sú hefur breyst,“ segir annar.

@rosiestacey15Repost on my most popular video!!! ##celebs ##fyp ##foryoupage ##foryou ##greenscreen ##kyliejenner ##fypageシ ##fypシ

♬ original sound – Rosie Stacey

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“