fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Erfitt að sjá af fullt af skilaboðum frá mömmu sem var áhyggjufull að spyrja: Hvar ertu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 10:39

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll, Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn sem unglingur fyrir rapptónlist sína og síðan þá hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hann segir að það hafi á ákveðinn hátt verið flókið að koma úr meðferð og þurfa að finna sig upp á nýtt sem tónlistarmaður eftir að hann varð edrú.

„Þægilegasta yrkisefnið er oft djammið og píur. Þannig að það var smá flókið þegar ég kom úr meðferð og djammið var „off“ og ég var líka búinn að eignast kærustu. Þá hugsaði ég með mér að það sem væri eftir væru peningar, þannig að ég er búinn að mjólka það vel. En svo fór ég að finna að ég var miklu skýrari í hugsun á allan hátt, sem hjálpar öllu þegar maður starfar sem listamaður,“ segir hann.

Talar opinskátt um fíkniefnaneyslu

Í viðtalinu hjá Sölva segir hann frá nýrri bók sinni, sem var að koma út, þar sem hann fjallar meðal annars opinskátt um fíkniefnaneyslu.

„Ég er búinn að vinna úr þessu dóti. Það væri öðruvísi ef ég væri bara nýorðinn edrú. En ég er búinn að byggja mér sterkan grunn, þó að auðvitað viti maður aldrei hvað gerist á morgun. En ég man ekkert allt og í heimildarvinnu fyrir bókina fór ég og náði í gamla símann minn sem var mölbrotinn til að finna myndir og skilaboð frá mínu erfiðasta ári, sem var árið 2016. Það var erfitt að fara í gegnum það og sjá fullt af skilaboðum frá mömmu sem var áhyggjufull að spyrja: „Hvar ertu?“ – en sem betur fer eigum við frábært samband í dag,“ segir hann.

Árni Páll segir að neyslan hafi ágerst frekar hratt.

„Ég byrjaði í grasi í tíunda bekk og svo var þetta snögg leið niður, þó að mér hafi fundist ég eldgamall þegar ég byrjaði að drekka. En ég var bara sextán ára. Svo stuttu seinna þróast þetta mjög hratt niður á við eins og gerist yfirleitt með fíknisjúkdóma,“ segir Árni og segir svo frá fyrsta skiptinu sem hann tók Oxycontin.

„Þetta var algjör viðbjóður, en af því að maður var á svo dimmum stað reyndi maður einhvern veginn að slá þessu upp í grín bara. Þetta er ógeðslega sterkt opíumskylt lyf og vandamálið er að fræðslan í kringum þetta er ekki til staðar og þess vegna virkar þetta bara eins og tafla. Í bíómyndum sér maður harða fíkla vera að taka kók með röri eða sprauta sig, en í hræðilegum sögum sér maður aldrei neinn taka bara eina töflu. Þannig að þetta virkar einhvern vegin saklausara. En það er hröð þróun í þessu og bara á tímanum sem ég hef verið edrú, í rúmlega þrjú ár eru komin ný efni sem ég er ekki inni í, eins og „Spice“, sem er búið til á tilraunastofu og fleira. Þetta hefur verið mikið í rappinu, eins og til dæmis að taka hóstasaft með kódíni í, sem er kallað „Dirty Sprite“ og svo eru menn bara að fá regluleg flogaköst, enda er þetta algjör viðbjóður.“

Í þættinum ræða Sölvi og Herra Hnetusmjör um fíkniefnaneyslu, rapptónlist, bókaskrif og margt margt fleira.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=FNEzusYw3Qg&t=1091s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda