fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

YouTube-stjarnan sem var bönnuð fyrir of klámfengið efni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. nóvember 2020 11:59

Belle Delphine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Belle Delphine heldur því fram að YouTube hafi bannað hana á miðlinum fyrir að deila of klámfengnu efni.

Belle er cosplay fyrirsæta og er einnig með mjög vinsæla Only Fans-síðu.

Belle greindi frá málinu á Twitter á mánudaginn.

„Af hverju var YouTube-síðunni minni eytt, án þess að gefa mér viðvörun eða áminna mig, fyrir fyrir að deila „of klámfengnu efni“ en svo leyfið þið og auglýsið lög eins og „WAP“?“ Segir Belle og vísar í tónlistarmyndbandið við lagið „WAP“ með Cardi B. og Megan Thee Stallion.

Hún deildi síðan myndbandi þar sem annars vegar má sjá klippu úr hennar myndbandi og hins vegar klippu úr tónlistarmyndbandi Nicki Minaj við lagið „I‘m Back“.

YouTube svaraði kvörtun Belle og sagðist ætla að „skoða málið“. Enn hefur Belle ekki fengið aðgang aftur að YouTube-rás sinni, þar sem hún var með um 1,79 milljón áskrifendur.

Belle tjáði sig frekar um málið í samtali við Kavos, aðra YouTube-stjörnu. Hún sagði að það hafi komið henni verulega á óvart að hafa verið bönnuð á miðlinum.

Á YouTube fá notendur svokölluð „strikes“ fyrir að brjóta gegn reglum miðilsins. Þegar notendur hafa brotið reglurnar þrisvar er þeim refsað. Belle segir að þegar henni var eytt út af YouTube hafi hún ekki verið búin að fá eitt einasta „strike“.

Hún segir að YouTube hafi ekki sagt hvaða myndband hafi heimilað þessi viðbrögð en hana grunar að það hafi verið nýjasta myndbandið, þar sem bannið kom aðeins nokkrum dögum seinna.

„Mér finnst allt í lagi að YouTube eyði því myndbandi, það var mjög „nsfw“ [Innsk: Not safe for work]. Ég ætlaði meira að segja að hætta að deila svona myndböndum á YouTube þannig það er svekkjandi, ég má ekki einu sinni búa til nýjan aðgang,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by kittybelledelphine (@belle.delphiny)

Netverjar skiptast á kenningum um ástæður þess að Belle hafi verið bönnuð en ekki „WAP“. Einn netverji segir að Belle hagi sér eins og ung stúlka í myndbandinu og sé þar af leiðandi að þjóna barnaníðingum, en í „WAP“ séu konurnar „allavega að láta eins og fullorðnar konur.“

Annar netverji segir að þetta hafi með það að gera að „WAP“ sé gefið út af risum í bransanum.

Svo benda sumir henni á að þetta hafi með byssurnar í bakgrunn að gera í hennar myndbandi. Þú getur skoðað umræðurnar með því að ýta á tístið hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki