fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 13:41

Skúli í Subway og Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Sigmar skreið sín fyrstu skref í bransanum í 70 mínútum á Popp Tíví og hefur síðan þá brasað ýmislegt, eins og að vera verkefnisstjóri og kynnir Idol og opna vinsæla veitingastaðinn Hamborgarafabrikkuna.

Sigmar opnaði Fabrikkuna árið 2010 ásamt tveimur félögum sínum, Skúla Gunnari Sigfússyni, betur þekktur sem Skúli í Subway, og Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Sigmar ákvað að selja sinn hlut í Fabrikkunni því hann deildi ekki framtíðarsýn staðarins með hinum eigendunum. Samstarf Sigmars og Skúla endaði ekki vel, þeir hafa átt í hörðum deilum undanfarin fjögur ár um lóðarréttindi á Hvolsvelli.

Sigmar segist hafa eytt 26 milljónum krónum í dómsmálin, sem eru enn í gangi. Hann segir að þetta sé mjög flókið mál. „Það er eingöngu eitt mál í sögu réttarkerfisins sem hefur reynt á þessa minnihlutavernd. Það sem er erfitt við minnihlutaverndina er að sá sem sækir rétt sinn, sem er ég í þessu tilfelli, ég þarf að vera aflögufær um ansi mikið fjármagn til að standa á rétti mínum og þess vegna hafa menn ekki lagt í þessa vegferð,“ segir Sigmar og bætir við að það væri áhugavert að skoða þetta í dómskerfinu okkar.

Forréttindi ríkra

„Ég kæri ákveðinn gjörning í félagi sem við eigum saman og ég þarf þar af leiðandi að kosta það dómsmál og ég vinn það í héraði og þá eru mér dæmdar málsbætur, en ég fæ ekki greiddar málsbætur því hann áfrýjar. Ég þarf þá að hafa líka efni á vörninni upp landsréttinn, þar vinn ég aftur og dæmdar málsbætur og hann áfrýjar til Hæstaréttar og ég þarf aftur að borga. Ég fæ aldrei til baka neitt sem ég legg út, ég þarf að hafa efni á öllum þremur dómstigunum ef ég ætla að standa á rétti mínum. Og Hæstiréttur sendir málið aftur til baka vegna formgalla, mistaka, hjá réttinum og ég þarf að borga það þá í annað skiptið. Þetta er orðin engin smá upphæð og það er ekki á færi allra minnihluta að reka svona mál og það finnst mér eitthvað sem á að skoða. Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem eiga peninga sem eiga að geta leitað réttar síns. Þetta er eitthvað mál sem ég mun örugglega fara með eitthvað lengra þegar þessu er máli er lokað. Það er ekki réttarríkið sem ég held að sé réttlátt, að eingöngu þeir sem eiga pening geta farið í mál, alls ekki,“ segir Sigmar í Einkalífinu.

En þetta er ekki það eina sem þessi rígur hefur kostað hann, hann missti einnig vin.

„Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin, þú ert með viðskiptafélaga sem þú treystir og ert í góðu samstarfi við einhvern og svo gómarðu hann bara með höndina ofan í kökukrúsinni. Þá tekur tímabilið við þegar þú ert að reyna ekki að rugga bátnum og reyna að fá hann til að bakka út úr þessu án þess að þurfa að vera með leiðindi. Það eru kannski 1-2 ár. Svo þegar það gengur ekki þá þarftu á endanum að standa á þeim vegamótum hvort þú ætlar að láta þetta vera og halda áfram með lífið eða leitar réttar síns.“

Sigmar valdi seinni kostinn og stendur enn í þeim deilum fjórum árum seinna. „Þetta er ekki peningamál, þetta er prinsippmál,“ segir hann.

Þú getur hlustað á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“