fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fókus

Haukur glímdi við fíkn en tók aðra stefnu í lífinu – Fjölskyldufaðir og rappari

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 09:10

Haukur. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Ægir Hauksson, betur þekktur sem rapparinn Haukur H, hefur gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina. Hann komst í kast við lögin á sínum yngri árum, glímdi við fíkn en tók síðan aðra stefnu í lífinu og fór í meðferð. Síðastliðin átta og hálft ár hefur hann verið edrú og er í dag orðinn trúaður fjölskyldufaðir.

Haukur er nýjasti gestur Hafsteins Sæmundssonar í hlaðvarpsþættinum Bíóblaður. Þeir ræða saman um kvikmyndir, rapp og margt fleira.

„Ég byrja að semja texta þegar ég var ábyggilega fjórtán ára eða eitthvað. Ég var alinn upp rosalega mikið eiginlega bara úti á landi. Var í fóstri í tólf ár. Ég bjó á Egilsstöðum og svo bjó ég á Akureyri. Á því tímabili byrjaði ég að hlusta mikið á rapp og byrjaði að „stúdera“ það. Það var svolítið á þessum tíma að það voru allir síðhærðir, í Iron Maiden bolum og á hjólabretti. Ef þú hlustaðir á rapp þá varstu eiginlega bara tekinn og barinn. Þá var maður ekki cool. Tímarnir hafa breyst rosalega mikið.“

Heltekinn af 8 mile

Haukur sá bíómyndina 8 Mile þegar hann bjó fyrir norðan. Myndin skartar rapparanum Eminem og er lauslega byggð á lífi hans. Myndin hafði gríðarleg áhrif á Hauk og tengdi hann við aðalpersónu myndarinnar.

„Þegar ég flutti norður, þá sá ég 8 Mile í fyrsta skipti og ég varð bara heltekinn af þessu. Ég man þegar ég skrifaði einn af mínum fyrstu rapptextum, þá var ég nýbúinn að horfa á 8 Mile en í myndinni þá er eitthvað gengi á eftir honum. Berja hann í endann. Ég man eftir því að það voru einhverjir jafnaldrar mínir sem ætluðu að berja mig á þessum tíma. Ég var svolítið einn á móti þeim. Ég lifði mig svo inn í myndina. Svo kom ég heim og byrjaði að skrifa rapptexta um þetta allt saman,“ segir Haukur.

Þolir ekki eina týpu af myndum

Haukur hefur mikinn áhuga á góðum bíómyndum en hans smekkur er nokkuð fjölbreyttur. Haukur horfir á alls konar myndir en þó er ein týpa af bíómyndum sem hann gjörsamlega þolir ekki.

„Ég skal segja þér standardinn fyrir amerískar, rómantískar gamanmyndir. Það er bara eitthvað fólk, skilurðu, einhver gaur og einhver gella. Þau þekkjast ekki neitt og eru að kljást við einhverja hluti í lífinu. Svo kynnast þau og fíla ekkert hvort annað fyrst. Síðan hittast þau aftur og þá kemur eitthvað atriði sem er svona eins og eitthvað sketsaatriði. Þar eru þau að lifa lífinu og hjálpa hvort öðru og það er eitthvað svona lag undir. Eftir það atriði, þá gerist eitthvað. Kemur eitthvað upp á og þau hætta saman, sem er yfirleitt út af einhverju svona kjaftæði sem maður gæti leyst með orðum á núll einni. Þau hætta saman og hann fer aftur til vina sinna eða eitthvað og hún aftur til vinkonu sinnar. Síðan kemur atriði með þeim þar sem þau stara á hafið eða eitthvað og svo byrja þau aftur saman í endann. Mér finnst þetta glatað.“

Í þættinum ræða strákarnir einnig hvort það hefði verið sniðugt að búa til Titanic 2, hvernig karlar í gamla daga áttu erfitt með að tjá tilfinningar, hvaða myndir náðu að hræða Hauk þegar hann var yngri, hvernig álit Hauks á Leonardo DiCaprio hefur breyst með árunum og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað