fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fókus

Hallgrímur sár Fréttablaðinu – „Fréttablaðið skýtur títuprjóni á okkur í dag“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 21:30

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Hallgrímur Helgason er sár út í Fréttablaðið ef marka má nýjustu færslu hans á Facebook.

Á þriðjudag sýndi RÚV mynbandsverkið Við skjótum títuprjónum, þar sem Hallgrímur fer með úrval ljóða úr samnefndri bók við trommuleik Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar.

Í Fréttablaði dagsins var fjallað lítillega um myndbandið í dálknum Frá degi til dags. Þar var spurt hvort að myndbandið væri í almannaþágu og hvort að efnið væri „sposnað“. Skrifin voru í hæðnistón, sem dæmi var spurt hvort að ekki væri gaman að horfa á málningu þorna í ríkissjónvarpinu.

„Almannaþága

Það er ekki að spyrja að almannaþágunni í starfsemi RÚV. Í fyrrakvöld var birt á sjónvarpsrás þess hálftíma þáttur þar sem ljóðskáld flutti eigin verk undir trumbuslætti. Þetta var stórbrotinn flutningur þar sem nýlega útgefin ljóðabók höfundar var flutt í heilu líki. Og aldeilis var nú flutningurinn áheyrilegur. Þetta þyrfti að gera oftar og þá einnig í almannaþágu. Hvernig væri til dæmis að hafa hálftíma þátt þar sem veggur er málaður í beit eða prjónaður er leisti? Skyldi þetta hafa verið sponsað efni?“

Líkt og áður segir var Hallgrímur ósáttur með þessi skrif og tjáði þá skoðun sína á Facebook. Hann segir Fréttablaðið hafa skotið títuprjóni á sig, og vitnar þar með í titil bókarinnar og myndbandsins. Þá spyr hann hvort að list eigi ekki heima í sjónvarpi.

Færsla Hallgríms hefur vakið nokkurra athygli, en fólk hefur verið óhrætt að hrósa honum fyrir verkið í kommentakerfi færslunnar.

„Fréttablaðið skýtur títuprjóni á okkur í dag fyrir að hafa gert ljóðlistarmyndband og fengið það sýnt á RÚV. Þetta er í húmorsdálkinum þeirra, en eins og oft sér maður ekki hvar hláturinn á að koma. (Það væri alveg ráð að merkja þá staði í textanum með broskarli 😉 ). Gefið í skyn að þetta hafi ekki verið í almannaþágu. Á ekki að vera list í sjónvarpi, ljóð í sjónvarpi? Og svo er slúttað með spurningunni um peninga sem aldrei er langt undan þegar menn vilja koma höggi á list og listamenn. Svarið er jú, við Doddi Thorvaldsson sponsuðum þetta upp í topp!“

Hafi fólk áhuga á að sjá myndband Hallgríms þá er hægt að nálgast það hér.

https://www.facebook.com/hallgrimur.helgason.9/posts/10158618481279178

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

„Mennski djöfullinn“ lét fjarlægja af sér fingur og nefbrodd

„Mennski djöfullinn“ lét fjarlægja af sér fingur og nefbrodd
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fráskilin kona á sextugsaldri lifir nú sínu besta kynlífi með þrítugum „leikfangadrengjum“

Fráskilin kona á sextugsaldri lifir nú sínu besta kynlífi með þrítugum „leikfangadrengjum“