fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Nær dauða en lífi eftir misheppnaða megrunaraðgerð – Gat ekki kyngt munnvatni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 12:08

Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra barna móðir var nær dauða en lífi eftir að hafa gengist undir misheppnaða magaermisaðgerð. Hún gat ekki borðað, hún gat ekki einu sinni kyngt munnvatni. Það olli því að hún missti 127 kíló og var við það að svelta til dauða.

Rachel Layou ákvað að gangast undir megrunaraðgerð sem er kölluð „magaermi“. Í viðtali við Fabulous Digital segist hún hafa ákveðið að fara í aðgerðina eftir að hafa eignast sitt fjórða barn og þróað með sér sykursýki. Hún segist hafa átt erfitt með að léttast og hafi einnig átt erfitt með að hugsa um börnin sín.

Frá vef klinikin.is: Magaermi (e. Sleeve gastrectomy) er algengasta tegund offituaðgerða. Hún er einföld í framkvæmd og alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir. […] Við magaermi er 85-90% magans fjarlægður og eftir verður grannur „banana-formaður“ magi sem er innan við 100 ml að rúmmali.

Læknar ráðlögðu henni að gangast undir aðgerðina, sem hún gerði árið 2015. Þremur dögum eftir aðgerðina var hún komin aftur á spítalann, í þetta sinn með skelfilegan verk í kviðnum.

Það kom í ljós að magi hennar hafi verið minnkaður of mikið og vökvi lak úr maganum, sem orsakaði alvarlega sýkingu.

Ástand hennar versnaði til muna.

Ástand Rachel versnaði, hún gat hvorki borðað né drukkið, hún gat ekki einu sinni kyngt eigin munnvatni.

„Ég vissi að eitthvað hræðilegt væri að því ég gat ekki kyngt neinu. Læknar reyndu að gefa mér teskeið af eplamauki, en ég gat ekki kyngt því. Ég gat ekki einu sinni kyngt eigin munnvatni,“ segir hún.

„Þegar það er búið að fjarlægja magann þinn er ekki hægt að setja hann aftur. Læknar sögðu að ég þyrfti að læra að kyngja, og ég augljóslega vissi hvernig ætti að gera það. Ég endaði með að fá næringu í æð,“ segir Rachel og bætir við að í kjölfarið hafi hún fengið fjölda sýkinga og hafi oft verið nær dauða en lífi.

Rachel var um tíma aðeins 38 kíló. „Líkami minn var að slökkva á sér,“ segir hún. Hana skorti mikilvæg næringarefni og hafði það mikil áhrif á líkama hennar eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Rachel var orðin hættulega grönn.

„Ég missti hárið mitt, tennurnar mínar eru ónýtar og ég var um tíma blind í vinstra auga. Þetta var hræðilegt,“

Erfið aðgerð

Eftir að glíma við mikla líkamlega og andlega erfiðleika vegna aðgerðarinnar gekkst hún undir aðra aðgerð í fyrra, sem átti að leiðrétta vandamálið. Aðgerðin var langt frá því að vera hættulaus og undirbjuggu læknar hana undir að vakna aldrei aftur.

„Ég var svo hrædd. Ég vissi ekki hvort ég gæti fylgst með börnum mínum vaxa úr grasi. Og ég var líka hrædd um að aðgerðin myndi ekki heppnast, því þá átti ég aðeins sex vikur eftir ólifað, því hjartað mitt var að gefa eftir.“

Rachel er hraust í dag

Sem betur fer gekk aðgerðin vel og Rachel hefur tekist að þyngjast og er í dag rúm 63 kíló.

Öll vandamál eru þó ekki úr sögunni og þarf hún að passa upp á hvað hún borðar. „Ég þarf að passa mig því ef ég borða einni skeið og mikið get ég verið veik það sem eftir er dags,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021