fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ása Hulda um fæðingarorlof í miðjum faraldri – „Ég sé að Covid er að hafa gríðarleg áhrif á hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 21:00

Ása Hulda og Hugrún Lea. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptafræðingurinn og íþróttakonan Ása Hulda eignaðist sitt fyrsta barn í júlí síðastliðinn. Hún opnar sig um erfiðleikana að vera í fæðingarorlofi á tímum Covid. Hana hafði lengi dreymt um að eignast barn og hún var með ákveðnar hugmyndir um hvernig þessi dýrmæti tími myndi vera.

Hún ræðir um málin í einlægri færslu á Lady.is og gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna. Það er hægt að lesa hana í heild sinni hér.

Fjarlægur draumur

Fyrir fjórum árum voru barneignir fjarlægur draumur hjá Ásu Huldu og eiginmanni hennar, Herði Þór.

„Við vorum byrjuð að reyna að eignast barn en sáum það fljótt að það yrði erfiðara en við vonuðumst eftir. Það reyndist vera satt en Hugrún kom í heiminn núna fjórum árum eftir að við byrjuðum að reyna að eignast barn. Á þessum tíma var ég með ákveðna sýn í huganum á hvernig meðgangan, fæðingin og fæðingarorlofið myndi vera. Ég var virkilega spennt fyrir þessu tímabili þegar okkar tími kæmi. Ég sá fæðingarorlofið fyrir mér umkringd ættingjum og vinum. Einnig var ég búin að sjá fyrir mér að ég færi í mömmutíma í ræktinni, allskonar mömmuhittinga og færi með barnið mitt í ungbarnasund og var virkilega spennt fyrir því,“ segir Ása Hulda.

Dóttir Ásu Huldu, Hugrún Lea, fæddist 22. júlí 2020. Á þeim tíma var fyrri bylgju Covid að ljúka hér á landi og viðurkennir Ása að hún hafi verið að búast við að þessu myndi ljúka.

Sér að Covid hefur áhrif á hana

Litla fjölskyldan hefur haldið sig að miklu leyti heima undanfarna mánuði til að minnka líkur á smiti og er því Hugrún Lea orðin mjög heimakær.

„Hún er orðin mjög vön því að vera heima hjá sér með okkur foreldrunum. Ég sé að Covid er að hafa gríðarleg áhrif á hana. Hún var orðin þannig að við gátum ekki farið með hana í heimsóknir til ömmu og afa því hún varð svo óörugg þegar hún fór úr sínu umhverfi og grét bara. Á sama tíma var hún orðin svo mikil mannafæla því hún var ekki vön því að umgangast mikið af fólki. Hún vildi á tímabili einungis vera í fanginu hjá okkur foreldrunum og grét ef aðrir reyndu að taka hana en þetta er allt að koma núna og við erum loksins farin að geta farið með hana í heimsóknir til ömmu og afa og leyft þeim að halda á henni,“ segir Ása Hulda.

„Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar og við gætum kíkt til vina og ættingja í heimsókn eins og maður hafði séð fyrir sér á þessum tímum. Ég var einnig búin að sjá fyrir mér að geta kíkt með öðrum mömmum með krílin á kaffihús og gert hluti saman en það þarf að bíða betri tíma.“

Ekki allt neikvætt

Ása Hulda er í háskólanámi og viðurkennir að það hefur komið sér virkilega vel að öll kennsla hefur verið rafræn síðan í vor.

„Ég hef getað hugsað um Hugrúnu á meðan ég er í skólanum, gefið henni brjóst og eytt meiri tíma með henni en ég hefði annars getað. Það er því eitthvað jákvætt sem þetta ástand hefur haft í för með sér þar sem skólinn hefur gengið mjög vel hjá mér í fæðingarorlofinu,“ segir hún.

Hörður Þór, eiginmaður Ásu Huldu, hefur einnig unnið að heiman síðustu vikurnar og segir að það sé gott að hafa hann heima.

Finnur til með öðrum

Þrátt fyrir skrýtnar aðstæður segir Ása Hulda að undanfarnir þrír mánuðir séu þeir bestu sem hún hefur nokkurn tíma upplifað.

„Ég vona að aðstæður fari fljótlega að breytast svo Hugrún fái að upplifa lífið eins og það á að vera,“ segir hún og bætir við að hún finni til með öllum þeim konum sem eru óléttar og fá ekki að hafa makann sinn viðstaddan í læknisskoðunum og á fæðingardeildinni.

„Þetta er virkilega erfiður tími til að vera óléttur og eignast barn. Það er þó skiljanlegt að það þurfi að bregðast svona við á spítölunum vegna ástandsins. En það góða í þessu öllu saman er að maður er verðlaunaður með dýrmætustu gjöfinni um leið og barnið kemur í heiminn.“

Þú getur lesið færslu Ásu Huldu í heild sinni hér. Þú getur einnig fylgst með henni og litlu fjölskyldunni á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“