fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Stjörnurnar naktar til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis – „Ég er algjörlega allsber“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. október 2020 11:50

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og flestir vita styttist nú óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Margir hafa verið duglegir að minna Bandaríkjamenn á að kjósa, til að mynda flokkur stórstjarna sem fór óhefðbundna leið í því.

Í vikunni birtist myndband þar sem að stjörnur á borð við Chris Rock, Naomi Campell, Amy Schumer, Sarah Silverman, Mark Ruffalo og Kerry Washington sáust nakin, til þess að ræða kosningarnar. Þau fjölluðu til að mynda um mikilvæg atriði sem kjósendur þurfa að passa vilji þau ekki ógilda atkvæðið sitt.

„Ég er algjörlega allsber“

„Ég veit hvað þið eruð að hugsa: „Ruffalo farðu í föt!“ “

„Ef ég á að vera hreinskilin þá vildi ég að ég gæti falið hendurnar mínar með brjóstunum mínum.“

Þetta sögðu stjörnurnar í myndbandinu, sem voru líkt og hefur komið fram allar allsberar, þó með einni undantekningu, en Borat Sagdiyev, karakter grínistans Sacha Baron Cohen var í jakkafötum. Sá sagði:

„Afhverju viltu að ég sé nakinn?“

Myndbandið hefur mætt einhverri gagnrýni og þykir minna á myndband leikkonunnar Gal Gadot frá því í sumar, en hún fékk stórstjörnur til að syngja með sér lagið Imagine. Þá voru þó allir í fötum. Það myndband þótti sýna einhverskonar veruleikafirringu stjarnanna, á meðan að nýja myndbandið þykir heldur sýna forræðishyggju þeirra.

Hér má sjá myndbandið umdeilda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“