fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Björn var hættur að sofa: „Ég krassaði algjörlega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. október 2020 09:52

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Stefánsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í Podcasti Sölva. Björn var ungur orðinn einn hæfileikaríkasti trommuleikari sem Ísland hefur átt. Hann skipti síðan alveg um takt og gerðist leikari. Björn segir í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann var lykilmaður í hljómsveitinni Mínus sem náði talsverðum hæðum erlendis á sínum tíma. Það eru mörg augnablik sem standa upp úr.

„Unglingurinn í mér fríkaði alveg út þegar við hituðum upp fyrir Metallica þegar þeir komu til Íslands. Það var eitthvað rafmagn í loftinu sem ég hef aldrei fundið. Þarna fann ég þetta augnablik þar sem ég hugsaði: „Þetta er ástæðan fyrir því að ég er trommuleikari,““ segir Björn og bætir við að þetta tímabil hafi verið ofboðslega skemmtilegt, en á köflum hafi það tekið talsvert á.

„Þetta var verst í Bandaríkjunum. Við fórum úr því að vera með rútu með kojum í yfir í að þetta var bara einhvern vegin. Við þurftum eiginlega að redda okkur gistingu einhvers staðar á hverju einasta kvöldi í tvo mánuði, þar sem við sváfum bara einhvers staðar. Ég man eftir tveim skiptum þar sem ég svaf í „lazy-boy“ stól í partýi og það var bara partý á fullu á meðan maður svaf á miðju gólfi. Mín besta nálgun á þetta var bara að sofa í bílnum. Þetta var geggjað tímabil, en ég myndi aldrei geta lagt þetta á mig í dag. En þarna vorum við ungir og við slepptum því bara mjög oft að sofa og borðuðum eitthvað rusl og höfðum gaman. Við vorum á stanslausum ferðalögum og lífsstílinn var alls ekki góður.“

Björn segist eiga bræðralag með félögunum úr hljómsveitinni til lífstíðar eftir að hafa gengið í gegnum þetta allt með þeim.

„Þetta var hrikalega skemmtilegt tímabil, en þetta er svolítið eins og að vera í hjónabandi og tekur á líka. Ég á einstakt samband við alla þessa stráka sem voru í bandinu og við erum með bræðralag sem er ótrúlegt eftir að hafa gert alla þessa hluti saman,“ segir hann.

Leiklistin

Björn hefur fengið mikið lof fyrir leiklistina á síðustu árum og á tímabili gekk það svo vel að Björn vann yfir sig.

„Á endanum var ég hættur að sofa. Ég var búinn að vera með kveikt á kertinu báðum megin í of langan tíma. Fyrir tveimur árum síðan var ég í fjórum sýningum í einu. Ellý, Bláa Hnettinum, Himnaríki og Helvíti og ég var að æfa Rocky Horror líka. Þetta átti ekki að gerast, en Ellý varð svo vinsæl sýning og svo hittist þetta einhvern veginn svona á. Ég fúnkeraði á sviðinu, en svo krassaði ég algjörlega. Ég fór til leikhússtjórans og sagði henni að ég væri að vinna of mikið og hún fór í að finna lausn á þessu. Ég upplifði þetta tímabil þannig að heilinn í mér var hættur að taka almennilega á móti upplýsingum, ég var einhvern vegin bara að reyna að komast í gegnum dagana, en mér leið eins og ég væri hættur að geta lært og heilinn væri einhvern vegin að slökkva á sér. Ég fór í algjöran hjúp eftir þetta, fór til læknis og ég fékk lyf, því að ég þurfti meðal annars að ná að sofa og það var allt komið úr skorðum. Þetta var orðið svo slæmt að ég þurfti að taka svefntöflu og vera svo með aðra á náttborðinu til að taka þegar ég vaknaði um nóttina. Ég hafði alltaf verið mikið á móti lyfjum, en þarna fattaði ég að ég yrði að nota öll möguleg vopn. Þegar maður er alveg hættur að sofa hættir maður að fúnkera. En með góðri hjálp náði ég að vinna vel út úr þessu. Ég hef eiginlega aldrei verið betri en í dag, en það er mikil vinna að ná sér út úr svona ástandi,“ segir hann.

Í viðtalinu fara Sölvi og Björn yfir Mínus-tímabilið, sem var æði skrautlegt á köflum, ástríðuna fyrir leiklistinni og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin