fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
Fókus

Olga deilir fallegri sögu úr hversdagsleikanum – „Það sem hann sagði á þessum fáu mínútum hafði mikil áhrif á mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 14:27

Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir deilir fallegri sögu úr hversdagsleikanum. Sex ára dóttir Olgu er orkumikil og situr sjaldan kyrr. Olga viðurkennir að hún hefur stundum skammast sín fyrir hegðun dóttur sinnar, en viðhorf hennar hefur breyst eftir að hún átti einlægt samtal við mann á kaffihúsi.

„Það sem hann sagði á þessum fáu mínútum sem samtal okkar stóð yfir hafði mikil áhrif á mig og ég er honum mjög þakklát,“ segir Olga.

Hún deildi sögunni fyrst í Facebook-hópinn Góða Systir og hefur færslan fengið yfir 1100 „likes“ síðan laust fyrir miðnætti í gær.

Olga gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila sögunni áfram með lesendum.

„Það er 22. október og það er vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar. Ég er stödd á kaffihúsinu Te og kaffi í Borgartúni ásamt sex ára dóttur minni.

Dóttir mín er orkumikil stelpa, hún er með mikla hreyfiþörf og á oft erfitt með að sitja kyrr. Ég hef alltaf lagt mikið uppúr því að virkja hana í hreyfingu, hef haldið henni í fimleikum, dansi, sundi og byggt heimili okkar þannig að hún geti hreyft sig mikið. Því miður hef ég alltof oft þurft að verja hennar hegðun og ég verð að viðurkenna, stundum skammast mín svolítið fyrir hana líka. Ég tek það fram að litla stelpan mín er almennt frekar vel upp alin, kurteis og ljúf.

Á þessum kalda vindasama degi á meðan dóttir mín dansar um kaffihúsið, snýst í hringi og skoðar öll skúmaskot sit ég með kökuna mína og fylgist með mannlífinu fyrir utan gluggann. Inn gengur maður á miðju aldri, fær sér kaffibolla og sest á þarnæsta borð. Ég kalla á dóttur mína og segi við hana „hvað ertu að brasa elskan mín viltu ekki bara koma og setjast við borðið og borða kökuna þín, þarftu alltaf að vera á iði“. Hún stoppar í sirka 5 sekúndur, fær sér bita og heldur svo áfram að leika sér.

Maðurinn gefur sig á tal við mig og það hann sagði á þessum fáu mínútum sem samtal okkar stóð yfir hafði mikil áhrif á mig og ég er honum mjög þakklát. Hann talaði um hvað það er mikilvægt að leyfa börnunum að leika sér og vera börn, að halda í gleðina og forvitnina hjá þeim. Börnum er það svo eðlislægt að fá hugmynd og framkvæma hana, aftur og aftur. Þannig læra þau og þroskast. Hann minntist á Dame Gillian Lynne sem er þekkt ballerína, dansari og danshöfundur (ásamt fleiru) og er einna þekktust fyrir kóreografíu fyrir Cats og Operudrauginn. En hæfileikar hennar uppgötvuðust þegar hún var frekar ung. Móðir hennar hafði þá farið með hana til læknis afþví að hún átti erfitt með að einbeita sér og sitja kyrr.

Auðvitað er þetta ekkert nýtt undir sólinni sem hann sagði. En það var bara svo gott að heyra þetta frá bláókunnugum manni á kaffihúsi. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessu samtali okkar síðan og ég er þessum manni mjög þakklát. Ég er búin að ákveða að hætta að verja hana og ætla aldrei að skammast mín fyrir þessa hegðun aftur. Svona er litla stelpan mín og ég vil ekki breyta henni. Ég hef líka oft sagt að ég sé að ala upp framtíðar afrekskonu í íþróttum og sjúkraþjálfarinn hennar er sammála mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!