fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Kim Kardashian höfð að háði og spotti – Íslendingar taka þátt í gríninu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 08:59

Kim Kardashian. Mynd/Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er þúsundþjalasmiður. Hún er raunveruleikastjarna, lögfræðinemi, snyrtivörumógull og hugsanlega næsta forsetafrú Bandaríkjanna, þó það sé frekar ólíklegt. En það er ekki beint hægt að segja að hún sé góð að lesa í aðstæður.

Að mati margra á hún það til að vera frekar óviðeigandi og var það greinilegt þegar hún birti myndir frá rausnarlegu afmælisveislu sinni sem var haldin á einkaeyju.

Kim hefur verið gagnrýnd fyrir að flagga ríkidæmi sínu blygðunarlaust á tímum þar sem atvinnuleysi og faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum.

Hún hefur einnig verið höfð að háði og spotti fyrir skilaboðin sem hún birti með myndunum frá veislunni. Kim sagðist vera „auðmjúk“ og „þakklát“ fyrir að geta boðið sínum „innsta hring“ á einkaeyju.

Kim sagðist ekki taka einum einasta degi sem sjálfsögðum hlut og í ár gat hún ekki hugsað sér betri leið til að verja afmælinu sínu en með fólkinu sem gerði hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.

„Fyrir Covid þá held ég að ekkert okkar kunni virkilega að meta lúxusinn að geta ferðast og verið með fjölskyldu og vinum í öruggu umhverfi,“ segir hún.

„Eftir að hafa farið í margar skimanir síðastliðnar tvær vikur og beðið alla um að fara í sóttkví, þá kom ég innsta hring mínum á óvart með ferð á einkaeyju þar sem við gætum látið eins og allt væri eðlilegt í smá stund,“ segir Kim.

Hún segir að þau hafi dansað, hjólað, synt nálægt hvölum og horft á bíómynd á ströndinni. „Ég áttaði mig á að fyrir flesta er þetta óraunhæft akkúrat núna, þannig á svona augnablikum er ég auðmjúk og minni mig á hversu mikilla forréttinda ég nýt.“

Það tók ekki langan tíma fyrir netverja að gera grín að stjörnunni og þá sérstaklega „óviðeigandi“ skilaboðunum.

Nokkrir Íslendingar tóku þátt í gríninu.

Sjáðu fleiri tíst hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“