fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Þorsteinn Már slökkti á jólatónlistinni hjá Reyni – „Hann horfði þráðbeint í augu mér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. október 2020 17:30

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með jólablæti sem brýst gjarnan fram um þetta leyti, árlega.“

Þetta segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. „Þessu trúr var ég með risastóra jólamynd á flatskjánum mínum og undurfögur jólatónlist færir mér nauðsynlega ró í amstri dagsins.“

En gamanið átti eftir að grána hjá Reyni. „Skyndilega rofnaði útsending frá YouTube og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók við af Bing Crosby með White Cristmas,“ segir Reynir og á þá við auglýsingar Samherja sem hafa herjað á YouTube-rásum landsmanna síðan í sumar.

„Hann horfði þráðbeint í augu mér og með angurværum svip og döprum, örlítið tárvotum augum sagði hann mér að Helgi Seljan væri slæmur maður. Svo kom Björgólfur staðgengill hans og staðfesti þetta með Helga. Samherjarnir eru búnir að koma sér fyrir í jólalögunum mínum. Og það er sama hvað ég spóla, þeir koma aftur og aftur eins og sending að handan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga