fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Melania Trump í gegnum árin

Fókus
Sunnudaginn 25. október 2020 10:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit Melaniu Trump hefur breyst mikið í gegnum árin. Margar grunar að það sé ekki aðeins vegna aldurs heldur vegna aðstoðar fegrunaraðgerða.

Áður en Melania Trump varð forsetafrú Bandaríkjanna var hún fyrirsæta. Hún sat fyrst fyrir aðeins sextán ára og þegar hún var átján ára komst hún á skrá hjá ítalskri umboðsskrifstofu og þá byrjaði boltinn að rúlla. Þegar myndir af Melaniu í gegnum árin eru skoðaðar er eitt ljóst, útlit hennar hefur breyst og þá ekki aðeins vegna aldurs. Margir telja Melaniu Trump hafa gengist undir nokkrar fegrunaraðgerðir, þó að hún neiti því staðfastlega.

„Ég er á móti bótoxi, ég er á móti fylliefni. Að mínu mati eyðileggur það andlitið og skemmir taugarnar. Þetta er allt ég. Ég ætla að eldast með reisn, eins og móðir mín gerði,“ sagði Melania í viðtali við GQ í apríl 2016.

Mynd/Getty

1987

Melania, eða Melanija Knavs eins og hún hét á þessum tíma, er nær óþekkjanleg á myndinni, enda aðeins sautján ára gömul. Augu hennar eru mun opnari en við erum vön að sjá í dag.

Mynd/Getty

1999

Spólum áfram til ársins 1999. Melania Trump er 29 ára og nýlega búin að kynnast Donald Trump. Hár hennar er ljósara og augabrúnirnar þynnri. Hún virðist ekki vera búin að gera neitt við andlitið á sér á þessum tímapunkti.

Mynd/Getty

2004

Árið 2004 var hún með fallega karamellubrúnt hár sem fór litarhætti hennar mjög vel. Á myndinni má sjá hana með mun léttari augnförðun en við erum vön að sjá hana með í dag.

Mynd/Getty

2005

Á þessum tíma var Melania byrjuð að fara í brúnkusprautun. Hér má sjá fallegar tennur hennar sem hún hefur fengið með aðstoð tannlæknis.

Mynd/Getty

2008

Um þetta leyti byrjaði Melania að píra augun fyrir myndir eins og eiginmaðurinn. Að sögn ljósmyndara er það góð leið til að koma í veg fyrir að líta skringilega út til augnanna á myndum. Þannig að það er hugsanlega málið en ekki einhvers konar fegrunaraðgerð.

Mynd/Getty

2009

Árið 2009 var Melania að nálgast fertugt. Varir hennar virðast fyllri, einnig kinnar hennar og undir augnsvæðinu. Það gerist ekki með aldrinum þannig margir hafa sett fram þá kenningu að hér hafi hún verið búin að gera eitthvað við andlitið á sér.

Mynd/Getty

2010

Það sem vekur mesta athygli á þessari mynd eru vel mótuð kinnbein hennar. Það virðist sem hún sé með fylliefni í kinnum til að „lyfta andlitinu“ og þess vegna eru augu hennar „kattarlegri“ en áður.

Mynd/Getty

2011

Það getur tekið fylliefni smá tíma þar til það „kemur sér“ almennilega fyrir. Myndin hér er frábært dæmi um það. Á myndinni frá árinu 2010 hefur hún líklegast verið nýbúin að láta sprauta í andlitið á sér, en hér hefur efnið „komið sér fyrir“ og er hún náttúrulegri.

Mynd/Getty

2014

Það virðist sem Melania hafi tekið sér pásu frá fegrunaraðgerðum í smá tíma. Það er náttúrulegri hreyfing á andliti hennar. Hún er hér 44 ára.

Mynd/Getty

2016

Hér virðist Melania vera aftur byrjuð að fikta aðeins með fegrunaraðgerðir. Það er engin sjáanleg hrukka á enni hennar og augnsvæðið orðið minna. Það er einnig spurning um hvort hún sé búin að láta fylla aðeins í efri vörina.

Mynd/Getty

2020

Þá erum við komin til dagsins í dag. Hún virðist hafa minnkað aðeins fylliefnið og fá augu hennar að njóta sín aðeins betur. Hún er með fallegar ljósbrúnar strípur og sumarlegar kinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Í gær

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“