fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Kristófer ætlaði að kaupa tólf dósir af Pepsi Max Lime – Sjáðu hvað birtist á tröppunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi Íslendinga nýtir sér þann valmöguleika að versla í matinn heima í stofu. Heimkaup, Krónan og Nettó senda heim og bjóða meira að segja upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir ákveðna upphæð.

Kristófer Leifsson ætlaði að panta sér tólf dósir af Pepsi Max Lime í gegnum netverslun Heimkaups en brá heldur í brún þegar sendingin skilaði sér.

Unnusta hans, Kristín Harðardóttir Waage, deildi mynd af sendingunni í Facebook-hópnum Fyndna frænka og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Greinilegt að margir hafa gaman að þessum bráðfyndnu mistökum úr daglegu amstri á tímum COVID.

„Maðurinn minn ætlaði að panta tólf dósir af Pepsi Max Lime. En hann pantaði óvart tólf kassa! Ég get ekki manninn minn,“ segir hún og hlær.

Mynd/Kristín Harðardóttir Waage

Yfir 1400 manns hafa brugðist við færslunni. Í samtali við DV segir Kristín að Kristófer hafi ekki tekið eftir verðinu þar sem hann var í vinnunni og var að flýta sér. „En eins gott að okkur finnst báðum Pepsi Max Lime gott,“ segir hún.

Það er ljóst að Kristófer er ekki sá eini sem hefur lent í þessu, en nokkrar konur hafa svipaða sögu að segja.

„Ég pantaði um daginn 6 kassa af íspinnum, en ekki 6 íspinna eins og ég hélt ég væri að panta. Það var samt pínu mikið þegar ég hélt að ég væri að panta 8 glös úr Ikea en pantaði 8 kassa, hver með 4 glösum,“ segir ein kona.

„Ég þekki eina sem ætlaði að panta átta sveppi og fékk átta kíló af sveppum,“ segir önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“