fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kristófer ætlaði að kaupa tólf dósir af Pepsi Max Lime – Sjáðu hvað birtist á tröppunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi Íslendinga nýtir sér þann valmöguleika að versla í matinn heima í stofu. Heimkaup, Krónan og Nettó senda heim og bjóða meira að segja upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir ákveðna upphæð.

Kristófer Leifsson ætlaði að panta sér tólf dósir af Pepsi Max Lime í gegnum netverslun Heimkaups en brá heldur í brún þegar sendingin skilaði sér.

Unnusta hans, Kristín Harðardóttir Waage, deildi mynd af sendingunni í Facebook-hópnum Fyndna frænka og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Greinilegt að margir hafa gaman að þessum bráðfyndnu mistökum úr daglegu amstri á tímum COVID.

„Maðurinn minn ætlaði að panta tólf dósir af Pepsi Max Lime. En hann pantaði óvart tólf kassa! Ég get ekki manninn minn,“ segir hún og hlær.

Mynd/Kristín Harðardóttir Waage

Yfir 1400 manns hafa brugðist við færslunni. Í samtali við DV segir Kristín að Kristófer hafi ekki tekið eftir verðinu þar sem hann var í vinnunni og var að flýta sér. „En eins gott að okkur finnst báðum Pepsi Max Lime gott,“ segir hún.

Það er ljóst að Kristófer er ekki sá eini sem hefur lent í þessu, en nokkrar konur hafa svipaða sögu að segja.

„Ég pantaði um daginn 6 kassa af íspinnum, en ekki 6 íspinna eins og ég hélt ég væri að panta. Það var samt pínu mikið þegar ég hélt að ég væri að panta 8 glös úr Ikea en pantaði 8 kassa, hver með 4 glösum,“ segir ein kona.

„Ég þekki eina sem ætlaði að panta átta sveppi og fékk átta kíló af sveppum,“ segir önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“