fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Anna Claessen skrifar um ástina – „Gleymdu honum“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. október 2020 20:00

Mynd: IMDB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að senda skilaboð og sjá „seen“ en ekkert svar. Sjálfsálitið frá 100 og niður í 0. Hugurinn fer í allar ástæður af hverju hann er ekki að svara. Allar bernskuminningar um höfnun. Manstu þegar sæta stráknum líkaði ekki við þig?“

Svona hefst pistill sem Anna Claessen, framkvæmdastjóri Dans og kúltúr, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag. Í pistlinum fjallar Anna um það þegar hún spjallar við mann sem hún er að reyna við. Hún segist hafa spurt hann hvort hann vilji hitta hana í vikunni og að maðurinn sagt „kannski“ við því. „Vá hvað honum „langar“ að hitta mann. Bara ef það er ekkert annað að gera, ef aðrir nenna ekki, auka vinna. Yoda sagði það best „Do or do not… there is no TRY“. Hversu lengi ætti maður að bíða með líf sitt eftir svari frá þessum einstaklingi?“

Anna segist hafa farið á aðra samfélagsmiðla mannsins eftir þetta svar hans. Þar hafi hún grandskoðað alla sem hann talar við. „Hugurinn fer að hugsa að hann sé með annarri, sem setur love á statusinn hans. Hver er hún? Býrð til sögur um hana og þau saman. VITLEYSAN! OMG HÆTTU!“ skrifar hún. „En hætti ég? NEIBB. Leita annað en finn alltaf ástæðu til að hafa aftur samband. Eitthvað fyndið gif eða lag sem minnir mig á hann. Þá fæ ég smá spjall. Smá tengingu. En svo ekkert!“

„Hvað þarf til að stoppa hana?“

Þá skrifar Anna áfram og talar um að gleyma honum og sjá hvað hann gerir. „DAMN IT! Gleymdu honum! Ok! Ekkert svara honum í nokkra daga. Sjáðu hvort hann hefur samband. Hvað heldur þú? NEIBB! Honum er alveg sama um þig! Af hverju viltu hann? Eins og lítill krakki svarar heilinn „því mig langar“ Af hverju langar manni alltaf í það sem maður fær ekki? Af hverju eyðir maður ekki frekar tímanum í þá sem hafa áhuga á manni?“ spyr Anna og veltir því fyrir sér hvort að um sjálfspyntingu sé að ræða.

„Pældu í því hvað mikið annað maður gæti gert við allan þennan tíma sem fer í þessa ástarfíkn. Þessa þráhyggju. Hvað þarf til að stoppa hana? Hvað er hún virkilega um? Er hún um þennan strák eða er það þörf að vera elskuð? Þörf að tilheyra? Þörf á oxytocin (hamingjuhormóni)? Hver er rótin? Er þetta um strákinn eða er þetta um þig og þína fortíð? Þig og þín mörk? Ertu reið út í hann eða þig að vera enn í þessum leik?“

Að lokum botnar Anna pistilinn með því að segja að það sé í sjálfu sér svar þegar fólk svarar ekki. „Þú ert bara ekki að sætta þig við það! Hvað ætlar þú að gera í því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“