fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fókus

Sælkerakjörbúð og pizzubakstur á palli í þættinum Matur & Heimli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðar sér um þáttinn Matur & Heimili sem er á dagskrá Hringbrautar á mánudagskvöldum kl. 20:30. Í næsta þætti verður litið inn í sælkeraverslunina Gott og blessað. 

Stofnendur og eigendur verslunarinnar eru þær Jóhanna Björnsdóttir, Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir.

Um land allt er mikil gróska í matvælaframleiðslu hjá bændum, garðyrkjubændum og smáframleiðendum þar sem hráefnin eru fyrsta flokks og gæðin í fyrirrúmi. Margir hafa lagt leið sína um langan veg til að nálgast nýja uppskeru, sælkera afurðir beint frá býli eða nýbökuð handverksbrauð frá ástríðu bökurum um land allt. Nú í fyrsta skipti munu matgæðingar og allir þeir sem vilja velja sér séríslenskar afurðir og uppskeru geta pantað afurðirnar í gegnum netið. Gott og blessað er nýtt frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í að miðla þessum afurðum og vörum til neytanda.

Vefverslunin og kjörbúðin Gott & blessað var opnuð á dögunum og sneisafull af sælkerakræsingum. Gott og blessað er bæði vefverslun og markaðstorg á netinu sem sérhæfir sig í því að selja vörur íslenskra smáframleiðenda, og tryggir þannig aðgengi neytenda að góðum íslenskum matvælum með beinum og markvissum hætti.Vinkonurnar Jóhanna Björnsdóttir, Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir eru stofnendur og eigendur þessa nýja fyrirtækis Gott og blessað. Sjöfn Þórðar heimsækir þær stöllur í þættinum Matur & Heimili og fær innsýn í starfsemina og hvað verður þar í boði. „Í vöruhúsi Gott og blessað verður einnig lítil kjörbúð að Flatahrauni 27 Hafnarfirði þar sem hægt er að koma og versla beint,“ segir Jóhanna.

„Ætlunin er að viðskiptavinir okkar geti notið þess að para saman sælkerakræsingar beint frá býli, íslenska framreiðslu og jafnvel íslenskt handverk til að framreiða kræsingarnar á,“ segir Jóhanna Björnsdóttir og er full tilhlökkunnar fyrir framtíðinni. „Hægt verður að versla ýmsa matvöru sem fólk hefur hingað til þurft að sækja heim á hlað til bænda og smáframleiðanda,“ segja þær stöllur Jóhanna og Sveinbjörg.

Á vefnum geta viðskiptavinir þá valið við hvaða bónda eða framleiðanda er verslað af. Svo er pöntunin ýmist send heim að dyrum eða á næsta pósthús. Einnig verður hægt að sækja pöntunina í vöruhús fyrirtækisins. „Í mörgum tilvikum eru þetta vörur sem hafa ekki verið fáanlegar í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sveinbjörg.

„Við viljum gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á því að tryggja sér gæðavöru úr íslensku hráefni og styðja þannig við okkar frábæru smáframleiðendur, stuðla að sjálfbærni Íslendinga í matvælaframleiðslu og minnka kolvetnissporið og matarsóun.”

„Þeir sem vilja sækja pöntunina sína til okkar verða fyrir skemmtilegri upplifun því vörurnar verða afhentar í lítilli kjörbúð. Kjörbúðin verður smekkfull af ýmsum fallegum matvörum sem hægt er að kaupa á staðnum ef viðskiptavinurinn vill bæta einhverju við pöntunina. Spennandi innlit framundan í þættum sem kætir bragðlaukana.

Eldbakaðar pizzur í pizzahorninu út á palli eru draumi líkast

Þá verður Bergrlind Hreiðarsdóttir sælkera- og kökubloggari í þættinum.

Margir hafa verið iðnir að nostra við heimili sín bæði innan- og utandyra undanfarin misseri og vita fátt betra en að geta notið ánægjulegra og nærandi samverustunda í faðmi fjölskyldunnar á heimilinu. Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari og ekki síður fagurkeri með meiru eignaðist draumapallinn fyrir rúmu ári síðan. Hún betrumbætti pallinn nú í haust og fékk það sem var efst á óskalistanum „pizzahorn“ út á pallinum.

Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi í nýjasta hlutann, pizzahornið sem er hið glæsilegasta með ítölsku ívafi. Hönnunin á pizzahorninu kemur mjög vel út bæði hvað varðar fagurfræðina og notagildið. Þarna er í raun komin viðbót við heimilið, útieldhús með pizzaofni þar sem hver hlutur fær að njóta sín. „Ég er ótrúlega hamingjusöm með pizzahornið mitt og við fjölskyldan vitum fátt skemmtilegra en að baka saman pizzur í pizzahorninu,“ segir Berglind og bætir jafnframt við að þau nýti hvert tækifæri þegar vel viðrar til að eiga saman gæðastund við pizzubaksturinn. „Hver og einn fær að gera sína uppáhalds pizzu og síðan njótum við hvers munnbita í kosýheitum á fallegum kvöldum,“segir Berglind. Aðspurð segir Berglind að úti pizzaofninn er hreinasta snilld og lyftir eldamennskunni upp á hærra plan þegar kemur að pizzubakstrinum. Berglind bakar að sjálfsögðu pizzur í tilefni heimsóknar Sjafnar og leyfir henni að smakka.

Berglind er ekki þekkt fyrir annað en að fara alla leið þegar kemur að því að setja saman matseðil og segir að til að toppa máltíðina sé mikilvægt að bjóða uppá eftirrétt. Engin undantekning er á því þegar Sjöfn ber að garði og býður Berglind uppá dýrinds Marengsdúllur í eftirrétt, með löðrandi ljúffengri karamellusósu sem gleður bæði auga og munn. Hvað skyldi nú vera í karamellusósunni? Berglind gaf út á dögunum uppskriftarbókina Saumaklúbburinn og eru Marengsdúllurnar meðal þeirra uppskrifta sem þar leynast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Syngja um Þórólf sem á afmæli í dag – Sjáðu myndbandið

Syngja um Þórólf sem á afmæli í dag – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnar að meðgangan sé hálfnuð með nektarmynd

Fagnar að meðgangan sé hálfnuð með nektarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Ánægð með daginn þótt ég hafi ekki komist ekki á djammið“

Vikan á Instagram: „Ánægð með daginn þótt ég hafi ekki komist ekki á djammið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“