fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Covid-jólaskraut mokselt – hugljúfar kveðjur og klósettpappírsdrama

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 17. október 2020 19:30

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húmorinn lengir lífið, sagði einhver og hló. Grín sem viðkemur veirunni skæðu er misvinsælt og misviðeigandi en jólaskraut sem byggir á ástandi heimsins virðist þó ætla að slá í gegn. Það má vissulega sjá skoplegar hliðar á alvarlegu og sorglegu ástandi ef  litið er til dæmis til magninnkaupa á klósettpappír en honum er nú skammtað í Bandaríkjunum vegna áhlaupa á klósettpappírsdeildina.

Fjöldi fólks er nú farinn að kaupa sér jólatrésskraut, með skírskotunum í ýmsar aðstæður sem skapast hafa í kringum kórónaveirufaraldurinn. Svo sem fyrrnefnda söfnun heimsbyggðarinnar á klósettpappír. Margir virtust hræðast það einna mest að enginn klósettpappír yrði fáanlegur. Grímuklæddur  jólasveinar eru einnig að gera það gott, sem og hugljúfar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks.

TREYSTUM FAUCI
Læknirinn Anthony Fauci, sem leiðir sóttvarnateymi Hvíta hússins, hefur ítrekað varað Bandaríkjastjórn og forsetann við COVID-19 sjúkdómnum og talað um að herða þurfi sóttvarnareglur þar í landi, en Bandaríkin hafa farið afar illa út úr faraldrinum. Á læknasloppnum stendur: Við treystum á Fauci. Einnig fæst læknirinn vinsæli úr mjúku efni á shoplightspeed.com og líkist hann þá lítilli dúkku. Nú er bara spurning: Hver hendir sér í að sauma þríeykið fyrir jólin?
Verð: 19.99 $
Seljandi: callisterschristmas.com

LÆKNIR OG HJÚKKA
Þetta skraut er falleg gjöf handa læknum og hjúkrunarfræðingum á jólagjafalistann, en það er reyndar óþolandi að aðeins sé hægt að fá lækninn karlkyns og hjúkkuna kvenkyns. Engu að síður falleg skilaboð: „Við mættum í vinnuna fyrir þig, og þú varst heima fyrir okkur.“
Verð: Frá 60 $
Seljandi: Amazon.com

SPRITTBRÚSINN GÓÐI
Það eru ófáir sem hafa hamstrað spritt síðustu mánuði og vilja líklega ekki eyða meiri peningum í að kaupa glersprittbrúsa til að skreyta jólatréð með. Eða hvað? Jólasprittbrúsinn mokselst og er uppseldur í bili.
Verð: 19.99 $
Seljandi: callisterschristmas.com

GRÍMUSVEINNINN
Mynd af þessu jólaskrauti hefur farið sem eldur í sinu og skrautið er nú víða uppselt. Brothætt eins og lífið sjálft, en fallegt á köflum og minning um erfiða tíma. Í umsögn um skrautið er tekið fram að þó það sjáist ekki sé jólasveinninn brosandi.
Verð: 21.99 $
Seljandi: callisterschristmas.com

FJARFUNDARKONAN
Heimavinnan er vinsælt efni í jólaskrauti í ár, en á síðunni personalizedornamentsforyou.com er hægt að velja úr alls kyns einangrunar/sóttkvíar/COVID/klósettpappírsjólaskrauti. Einnig er hægt að bæta grímu við alls kyns hefðbundnar fígúrur. Þarna má vissulega eyða tíma og fjármunum, sé fólk blúsað í sóttkví.
Verð: Frá 15 $
Seljandi: personalizedornamentsforyou.com

GRÍMUKLÆDD FJÖLSKYLDA Á TRÉÐCOVID
Fjölskylda með grímur til að hengja á tré, virðist seljast vel á amazon.com. Skrautið kostar frá 12 dollurum, en hægt er að fá með þremur eða fjórum fjölskyldumeðlimum. Pláss er á klósettpappírsrenningnum til að skrifa nöfn fjölskyldumeðlima undir hvern og einn.
Verð: Frá 11.99 $
Seljandi: Amazon.com

 

Annað grínerí: 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?