fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Óheppilegt orðaval Grafarvogskirkju skýtur upp kollinum – Stofnuðu KKK á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gömul tilkynning frá Grafarvogskirkju hefur nú skotið upp kollinum víðs vegar um netið. Ástæðan fyrir því er að orðalagið í tilkynningunni er ansi óheppilegt.

Í tilkynningunni, sem er frá árinu 2005, er verið að auglýsa skráningu í nýjan hóp á vegum kirkjunnar fyrir 6 ára krakka en hópurinn ber heitið KKK. Það er vægast sagt ansi óheppilegt heiti á námskeiði þar sem KKK er betur þekkt sem skammstöfunin fyrir samtökin Ku Klux Klan.

Ku Klux Klan er þekkt fyrir rasisma, ofbeldi og voðaverk en samtökin halda því fram að hvíti kynstofnin hafi yfirburði fram yfir aðra kynstofna. Ku Klux Klan er hvað þekktast fyrir hatur sitt gagnvart svörtu fólki, en einnig fyrir gyðinga- og hommahatur sem og fyrirlitningu á ýmsum öðrum minnihlutahópum.

„KKK, stendur fyrir ,Kátir krakkar í kyrruviku,“ segir hins vegar í tilkynningu kirkjunnar en um er að ræða eins konar þemadaga. „Börnum í 1. bekk grunnskóla er boðið að taka þátt í þessari sérstöku dagskrá kirkjunnar. Við ætlum að föndra, fara í leiki og fræðast um þá atburði sem tengjast dymbilvikunni.“ Þessi dymbilvika sem talað er um er vikan fyrir páska en hún hefst á Pálmasunnudegi.

Þrátt fyrir að „Kátir krakkar í kyrruviku“ stuðli og innihaldi ágætan hrynjanda þá hefði eflaust mátt finna annað nafn á hópinn. Þegar talað er um KKK er nefnilega ansi ólíklegt að fyrsta hugsun manns séu kátir krakkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana